Svartur á líka leik Árni Páll Árnason skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun