Fjölskyldufaðirinn, Pllum Lalaj segist hafa komið hingað vegna allrar fjölskyldunnar sem lifi við stöðugar hótanir, vegna þess að hann hafi verið giftur áður og fjölskylda fyrri konu hans sé ósatt við skilnaðinn. Slík harka sé ekki óalgeng í Albaníu og fjölskyldur geri oft upp sín mál á þess að leita til annarra enda sé kerfið í molum.

Vafasamt að senda veikt fólk úr landi
Þau hafa fengið synjun um hæli frá Útlendingastofnun en ákváðu að áfrýja. Þau drógu hins vegar áfrýjunina til baka og samþykktu að yfirgefa landið. Það segjast þau hafa gert þar sem þeim hafi verið sagt að sonur þeirra fengi ekki að gangast undir aðgerð hér á landi.
Þau vilji því frekar reyna að freista þess að gera það sem hægt sé í Albaníu. Það sé hins vegar óljóst hvað það sé.
Björn Teitsson talsmaður Rauða krossins segir örfá dæmi um að hælisleitendur komi hingað sérstaklega í leit að heilbrigðisþjónustu. Það séu þó örfá dæmi um það. Hann segir hins vegar Útlendingastofnun túlka heimild sína til að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum afar þröngt. Þetta sé umdeilt mál en að hans dómi sé vafasamt sé að senda veikt fólk úr landi ef að það sé hægt að veita betri heilbrigðisþjónustu hér en á áfangastað.