Versta veðrið á landinu um þessar stundir er á Vestfjörðum og á Patreksfirði fauk mannlaust hús í heilu lagi á fimmta tímanum í nótt. Húsið var orðið gamalt og illa farið að sögn lögreglunnar á Ísafirði og fór brak úr því á tvö önnur hús í nágrenninu. Í þeim brotnuðu nokkrar rúður en engum hefur orðið meint af í hamaganginum.
Spáð er stormi á Vestfjörðum fram eftir hádegi og verður komið bærilegasta veður þar undir kvöld.
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði

Tengdar fréttir

Þetta er það sem þú þarft að vita um veðrið daginn eftir storminn
Veðrið gengið yfir landið að mestu en enn vindasamt. Rafmagn komið á aftur á flestum stöðum,

Strætó kemst ekki á rétt ról fyrr en um hálf níu
Strætó mun ekki hefja akstur samkvæmt leiðakerfi strax núna í morgunsárið. Í tilkynningu frá Strætó segir að mesti vindur eigi að vera genginn yfir um kl.08 og verða vagnarnir komnir á rétt ról um kl.08:30 samkvæmt leiðakerfi.

Upplýsingar um skólahald
Skólahald raskast víða vegna veðurs og þá verða sumir skólar lokaðir.