„Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2025 17:01 Nadine Guðrún Yaghi. Vísir/Vilhelm Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. „Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
„Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00