Fræði og fjölmenning Jón Atli Benediktsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Atli Benediktsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á öllum starfs- og fræðasviðum Háskóla Íslands má skynja að íslenskt samfélag verður fjölbreyttara með hverju árinu sem líður. Sú þróun birtist okkur í háskólanum bæði í viðfangsefnum náms og rannsókna, en ekki síður í fjölbreyttum starfsmanna- og nemendahópi. Þessari þróun fögnum við enda starfar háskólinn eftir þeirri sannfæringu að fjölbreytni ýti undir nýsköpun og framþróun samfélagsins. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margþættar en hér spila meðal annars saman síaukin atvinnu- og námstækifæri fyrir fólk af erlendum uppruna, landkynning og öflugt vísindastarf sem hefur aukið áhuga alþjóðasamfélagsins á Íslandi, en einnig fólksflutningar vegna átaka í öðrum heimshlutum. Háskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í þróun íslensks fjölmenningarsamfélags og það hlutverk rækir hann meðal annars með því að stuðla að fræðslu, rannsóknum og stuðningi við upplýsta umræðu um málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Sem lið í því að sinna þessu hlutverki hefur háskólinn því hrundið af stað fundaröð undir yfirheitinu Fræði og fjölmenning. Ráðstefna um efnið er jafnframt í undirbúningi. Markmiðið er að stuðla að enn frekari umræðu og fræðslu á sviði fjölmenningar með aðkomu fræðimanna, fagfólks, stjórnmálamanna, nemenda og almennings. Þetta er til viðbótar við það mikilvæga rannsókna- og fræðslustarf sem nú þegar er unnið innan háskólans á þessu sviði. Við Háskóla Íslands fögnum við því að tæplega 10% nemenda skólans koma erlendis frá. Á hinn bóginn er áhyggjuefni að hlutfall háskólanema sem eru innflytjendur endurspeglar ekki nægilega vel hlutfall innflytjenda í íslensku samfélagi. Þetta er ein af þeim áskorunum sem blasa við fjölmenningarsamfélögum. Þessari áskorun þarf íslenskt samfélag að mæta af festu með lausnamiðuðu hugarfari, vandaðri og upplýstri samræðu og samvinnu. Fjölmenningarsamfélag er samfélag fólks á öllum aldri. Því er mikilvægt að huga sérstaklega að þátttakendunum í því til lengri tíma litið, þ.e.a.s. börnum og ungu fólki af erlendum uppruna. Í ljósi þess hve mikilvægt þetta er hefur verið ákveðið að næsti hádegisfundur í röðinni Fræði og fjölmenning, sem fram fer í Þjóðminjasafninu á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember nk., muni fjalla um þetta málefni út frá sjónarhorni menntunar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þannig þátt í samtalinu með okkur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar