Moskur undir smásjá lögreglu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Michel Cadot lögreglustjóri og Christophe Descoms, yfirmaður fíkniefnadeildar, skoða vopn sem hald var lagt á í París fyrir helgi. NordicPhotos/AFP Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að Sádi-Arabía hætti að fjármagna Wahhabi-moskur víða um heim. „Í Þýskalandi koma margir öfgamenn, sem eru jafnframt taldir hættulegir, úr þessum samfélögum,“ sagði hann í samtali við Bild am Sonntag. Gabriel sagði að ekki mætti gera Sádi-Arabíu fráhverfa þar sem hún væri lykilríki við að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Á sama tíma verðum við að gera Sádum ljóst að við lítum ekki lengur undan.“ Frakkar hafa lokað þremur moskum í landinu frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í París 13. nóvember. Í krafti neyðarlaganna sem sett voru í Frakklandi var moskunum lokað, níu handteknir og 22 settir í farbann. Þá hefur lögreglan gert húsleit á 2.235 heimilum, hneppt 232 í gæsluvarðhald og lagt hald á 334 vopn, þar af 34 þungavopn. Einn hæst setti ímam Frakklands, Hassan El Alaoui, sagði í samtali við Al Jazeera í síðustu viku að hann tryði því að allt að 160 moskum yrði lokað.„Af því að þær starfa án viðunandi leyfa og breiða út hatur,“ sagði hann. „Orðræða af þessu tagi ætti ekki einu sinni að vera leyfð í íslömsku ríki, hvað þá í landi á borð við Frakkland.“ Þá var gerð stunguárás í neðanjarðarlestarstöð í London í gær. Tveir særðust. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn, sem var handtekinn, mun hafa kallað „fyrir Sýrland“. Hryðjuverk í París Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að Sádi-Arabía hætti að fjármagna Wahhabi-moskur víða um heim. „Í Þýskalandi koma margir öfgamenn, sem eru jafnframt taldir hættulegir, úr þessum samfélögum,“ sagði hann í samtali við Bild am Sonntag. Gabriel sagði að ekki mætti gera Sádi-Arabíu fráhverfa þar sem hún væri lykilríki við að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Á sama tíma verðum við að gera Sádum ljóst að við lítum ekki lengur undan.“ Frakkar hafa lokað þremur moskum í landinu frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í París 13. nóvember. Í krafti neyðarlaganna sem sett voru í Frakklandi var moskunum lokað, níu handteknir og 22 settir í farbann. Þá hefur lögreglan gert húsleit á 2.235 heimilum, hneppt 232 í gæsluvarðhald og lagt hald á 334 vopn, þar af 34 þungavopn. Einn hæst setti ímam Frakklands, Hassan El Alaoui, sagði í samtali við Al Jazeera í síðustu viku að hann tryði því að allt að 160 moskum yrði lokað.„Af því að þær starfa án viðunandi leyfa og breiða út hatur,“ sagði hann. „Orðræða af þessu tagi ætti ekki einu sinni að vera leyfð í íslömsku ríki, hvað þá í landi á borð við Frakkland.“ Þá var gerð stunguárás í neðanjarðarlestarstöð í London í gær. Tveir særðust. Lögregla rannsakar málið sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn, sem var handtekinn, mun hafa kallað „fyrir Sýrland“.
Hryðjuverk í París Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira