Logi vill fjármagna gerð styttu af Fidda Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2015 10:00 Fiddi vissi að hann var dauðvona og hafði valið lögin við jarðarförina. Logi hefur gengið frá útförinni. visir/Stefán/Vilhelm/Bergur Ólafsson Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika. Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Handboltakappinn Logi Geirsson vill fjármagna gerð styttu af Friðriki Oddssyni – Fidda – og þá að henni verði fundinn staður í miðbæ Hafnarfjarðar. „Þetta er flottasta hugmynd sem ég hef heyrt,“ segir Logi í samtali við blaðamann Vísis.Myndhöggvara leitaðHafnfirðingurinn Friðrik Oddsson, sem ávallt var kallaður Fiddi, féll frá nýverið. Hann var vinsæll með afbrigðum og kom það berlega í ljós þegar fráfall hans spurðist, bæði á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum. Logi var mikill vinur Fidda eins og fram kom í minningarorðum hans á Facebook.Vísir greindi frá fráfallinu og viðbrögðum vina hans, sjá hér. Við það tækifæri var því slegið fram af hálfu blaðamanns að Fiddi væri slíkur erki-Hafnfirðingur að vert væri að Hafnarfjörður léti reisa af honum styttu og kæmi fyrir í miðbænum. Seinna kom fram á Facebook mynd sem Bergur Ólafsson tók og þykir hún ljómandi fyrirmynd fyrir listamann, myndhöggvara að styðjast við. Nú hefur Logi tekið hugmyndina upp á sína arma. Hann segir að þá sé bara að finna rétta listamanninn í verkið og gera þetta svo í samráði við Hafnarfjarðarbæ.Fiddi vissi að hann var dauðvonaLogi hefur haft í ýmsu að snúast að undanförnu en að höfðu samráði við fjölskyldu Fidda bauðst Logi til að taka að sér framkvæmd og alla skipulagningu jarðarfararinnar. Nú liggur fyrir hvernig henni verður háttað. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju 10. desember. „Tveir prestar, Bubbi, Páll Rósenkranz og Karlakórinn Þrestir syngja. FH og Haukar standa heiðursvörð,“ segir Logi.Myndin sem lýsir Fidda svo ljómandi vel og gæti verið til viðmiðunar fyrir myndhöggvarann.Bergur Ólafsson„Fiddi vissi að hann væri að deyja. Hann var með drep í hjartanu. Þann 14. nóvember hafði hann ákveðið lögin sem hann vildi hafa í jarðaförinni. Ég sagðist ætla að bjarga því. Hann hætti að keyra leigubílinn til að eiga ekki á hættu að skaða aðra, elsku kallinn.“Athöfninni verður sjónvarpað í KaplakrikaFlestir Hafnfirðingar þekktu Fidda og má búast við því að kirkjan verði troðin. En Logi er búinn að ganga frá því að Exton mæti og sjónvarpi athöfninni í Kaplakrika og til Vestmannaeyja þar sem hópur fólks ætlar að fylgjast með. Annars verður athöfnin á þessa leið: Í kirkjunni: Kórinn með intro: Ave verum corpus. Páll Rósinkranz: Drottinn er minn hirðir. Bubbi Mortens: Kveðja. Páll Rósinkranz: Þannig týnist tíminn. Karlakórinn Þrestir: Söknuður (stjórnandi Jón Kristinn Cortez). Kórinn: Time to say goodye (meðan Fiddi er borinn út). Organisti: Tómas Guðni Eggertsson Hljóðkerfi og aðstoð: Palli Eyjólfs Prime. Prestur: Einar Eyjólfsson. Upptaka og útsending: Exton. Staðarhaldari og kirkjuþjónn: Ottó R. Jónsson. Að lokinni athöfn verður erfidrykkja í Kaplakrika.
Hafnarfjörður Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hafnarfjörður verður ekki samur – Fiddi fallinn frá "Ef hér á að fara að lemja Hafnfirðinga verður byrjað á mér!“ 30. nóvember 2015 13:08