Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira