Körfubolti

Drekarnir steinlágu á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hlynur Bæringsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty
Sundsvall Dragons missti af tækifæri til að minnka forystu Södertälje Kings á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í tvö stig er liðið tapaði fyrir Norrköping Dolphins á heimavelli, 76-56.

Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik missti Sundsvall öll tök í þeim síðari og skoraði aðeins 23 stig í honum, þar af átta í þriðja leikhluta.

Hlynur Bæringsson var að venju í stóru hlutverki hjá Sundsvall en hann skoraði tólf stig og tók þrettán fráköst. Hann fékk aðeins tvær villur í leiknum.

Með sigrinum náði Norrköping að jafna Sundsvall að stigum en bæði eru í 2.-3. sæti með sextán stig. Södertälje er á toppnum með 20 stig en á tvo leiki til góða á Drekana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×