Vilja að túrskattur verði lækkaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:09 Skattur á túrtappa og dömubindi er nú 24 prósent en þingmennirnir leggja til að hann verði lækkaður í 11 prósent. vísir/getty Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi. Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi.
Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04