Ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:15 "Auðvitað er svo algerlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann til verðlauna,“ segir Þórdís. Vísir/GVA Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er auðvitað rosalegur heiður og ég er að springa úr gleði,“ segir Þórdís Gísladóttir rithöfundur um tilnefningar bæði til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna fyrir barnabókina Randalín, Mundi og afturgöngurnar. Hún kveðst hafa fengið fullt af góðum viðbrögðum frá lesendum úti í bæ, bæði börnum og gamalmennum. „Það er auðvitað aðalmarkmiðið að höfða til lesenda. Mér finnst ljúft að sá lestrarfræjum í huga barna, sem spíra þá vonandi svo úr verði fullorðnir einstaklingar sem finnst gaman að lesa. Auðvitað er svo algjörlega ómetanlegt þegar nefndir sérfræðinga tilnefna mann að auki til verðlauna.“ Þetta er þriðja bókin sem Þórdís skrifar um Randalín og Munda og hún kveðst afar heppin með teiknara. „Þórarinn Már Baldursson, sem er víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar hann er ekki að teikna, er alveg eins og hugur minn þegar kemur að því að teikna Randalín, Munda og umhverfið sem þau spranga um í.“ Fyrir utan barnabækurnar liggja eftir Þórdísi námsbækur, skáldverk og ljóðasöfn svo hún hefur margs konar stíl á valdi sínu. „Það er svona þegar maður gefur út fyrstu bókina fjörutíu og fimm ára, þá veit maður hvað maður ætlar að gera,“ segir hún glaðlega og á þarna við fyrstu ljóðabókina sína, Leyndarmál annarra, sem kom út árið 2010. Síðan er hún búin að skrifa tíu bækur auk þess að vera mikilvirkur þýðandi.Hún kveðst líka ná að lifa af skriftunum. „Ég var í fastri vinnu til 2006 hjá Háskóla Íslands, sem verkefnastjóri og stundakennari, en var komin með aðeins of mörg aukaverkefni og ákvað að láta þau taka yfir svo ég sagði upp vinnunni. Sumir urðu dálítið hissa en við hjónin lifðum á námslánum í tíu ár og eigum tvö börn svo ég hugsaði, æ, ég er alveg vön að lifa á hafragraut og get haldið því áfram. Reyndar hef ég aðeins tekið að mér skammtímastörf, bæði á auglýsingastofu og við Menntaskólann við Hamrahlíð.“ Þórdís kveðst sofa alveg róleg vegna sjálfra verðlaunanna. „Ég var tilnefnd líka í fyrra fyrir ljóðabók svo ég er í þjálfun,“ segir hún. „Mér finnst þessar viðurkenningar alveg frábærar og er mjög glöð að vera tilnefnd fyrir barnabók núna, mér finnst barnabækur skipta svo rosalegu máli.“ Sjálf á Þórdís eitt barnabarn, þriggja ára stúlku sem hún segir enn aðeins of litla fyrir Randalín. „Svo á hún heima í Tókýó þannig að ég á ekki gott með að lesa fyrir hana en reyndar ætla ég að vera hjá henni um jólin.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira