Leikurinn gegn Washington í nótt var annar leikurinn á kveðjuferðalagi Kobe Bryant. Hann gat ekkert í fyrsta leiknum gegn Philadelphia en var frábær í leik tvö.
Hann skoraði 31 stig í sigri sem er hans besta í vetur. Tólf stig komu í lokaleikhlutanum þegar allt var undir. Annað kvöldið í röð fékk hann ótrúlegar móttökur frá áhorfendum og hitti líka forsetann.
„Ég hélt að allir hötuðu mig," sagði Kobe með bros á vör. „Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt."
Áhorfendur fögnuðu meira að segja körfum frá Kobe og líka þegar hann svo gott sem tryggði Lakers sigurinn á útivelli. Afar sérstakt.
Stephen Curry er ekkert að leika sér en hann skoraði 40 stig í nótt er Warriors vann sinn 20. leik í röð á tímabilinu. Að þessu sinni gegn Charlotte þar sem faðir Steph, Dell Curry, var að lýsa fyrir Hornets og bað son sin um að eyðileggja ekki kvöldið. Steph tók ekkert mark á föður sínum og gerði nákvæmlega það.
Þessi 20-0 byrjun Golden State er að sjálfsögðu sú besta frá upphafi.
Úrslit:
Charlotte-Golden State 99-116
Washington-LA Lakers 104-108
Detroit-Phoenix 127-122
NY Knicks-Philadelphia 99-87
Atlanta-Toronto 86-99
Chicago-Denver 99-90
Houston-New Orleans 108-101
San Antonio-Milwaukee 95-70
LA Clippers-Indiana 91-103
Staðan í NBA-deildinni.
