Allir kennarar eru íslenskukennarar – Ályktun um stöðu íslenskrar tungu Tryggvi Gíslason skrifar 3. desember 2015 07:00 Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk málnefnd birti nýverið Ályktun um stöðu íslenskrar tungu. Þar er á það bent, að í fjölmenningarsamfélagi nútímans sé hætt við að íslenska verði eign æ færri Íslendinga og um leið sé hætta á að sumir málhafar nái aldrei nógu góðum tökum á íslensku ritmáli og verði því af auðlegð málsins. Gæta þurfi þess að íslenska verði áfram almenningseign og málhafar áfram í tengslum við íslenskan menningararf.Innflytjendur Í ályktuninni er bent á að ríflega 24 þúsund landsmanna – rúmlega 7% – séu innflytjendur. Árlegur fjöldi ferðamanna sé nú yfir milljón á ári og erlendir stúdentar í háskólanámi ríflega 1.300 árið 2013. Því séu töluð mörg tungumál á Íslandi. Þróunin muni halda áfram og mikilvægt að tryggja stöðu íslenskunnar í þessum nýja heimi. „Íslensk tunga er lykill að menningunni í landinu. Það getur valdið vandræðum ef einstaklingar og hópar verða utangarðs eins og viðbúið er í samfélagi þar sem innflytjendur eru margir og fer fjölgandi. Góður aðgangur að íslensku skiptir öllu máli til að koma í veg fyrir átök og stéttaskiptingu, bæði framboð á íslenskunámi og tækifæri vinnandi fólks til að verða sér úti um þá menntun. Kostnaður má ekki útiloka neina íbúa landsins frá íslenskri menningu og eins þarf íslenskunám að vera í boði sem víðast í tíma og rúmi til að það sé öllum aðgengilegt.“ Í ályktuninni er bent á að stór hópur barna elst upp við talaða íslensku – en án bóka. Nokkuð beri á því að íslenskir málhafar eigi erfitt með að tjá sig í rituðu máli og eigi jafnvel í vandræðum með að skilja íslenskar bókmenntir frá síðari áratugum. Þegar svo er komið er hætt við að málhafar af íslensku bergi brotnir verði eins og útlendingar gagnvart eigin menningararfi. Við þessu verður ekki spornað nema með auknum lestri og meiri þjálfun í íslensku ritmáli. Bent er á að hörð samkeppni sé um athygli barna og ungmenna í menningu samtímans. Í netheimum sé fjölbreytt ókeypis efni á ensku en ekki sama aðgengi að íslenskum orðabókum, alfræðiritum og bókmenntum á netinu. Íslenska málsamfélagið sé „fámennasta fullburða málsamfélag í heiminum og hlýtur ekki verðugan sess á netinu án öflugs opinbers stuðnings”.Aðgerðir Til þess að styrkja íslenskt málsamfélag þarf að auka íslenskunám fyrir nýja Íslendinga. Íslenskunám eigi að vera í boði fyrir þann fjölda aðkomufólks sem hér dvelur tímabundið. Einnig sé mikilvægt að íslenska sé ekki falin ferðamönnum heldur sýnileg t.d. á matseðlum og í verslunum. Íslenskir málhafar þurfi að kappkosta að nota íslensku í samskiptum, þar sem það er unnt, og svara aldrei á öðrum málum þeim sem reynir að tala íslensku. Erlendir ferðamenn séu hingað komnir af forvitni um land og þjóð og langi marga til að kynnast íslensku og því er menningarauki fyrir gesti og heimamenn að íslenska sé ekki í felum. Ritþjálfun í skólum sé ónóg og leggja þurfi aukna rækt við bókmenntamálið. Líta beri á ritþjálfun og ritunarkennslu sem sérstaka námsgrein, til viðbótar við nám sem þegar fer fram í íslenskri málfræði og bókmenntum. Huga þurfi sérstaklega að því að efla bókmenntir ætlaðar ungu fólki. Hætt sé við að framboð á bókmenntum fyrir ungt fólk verði fábrotið og einhæft. Nú þegar beri á því að lesefni á ensku sé ráðandi hjá ungu fólki. Slíkum áhuga ber að fagna, en jafnframt gæta þess að íslensk ungmenni missi ekki sambandið við íslenskt bókmenntamál þannig að Íslendingasögurnar og íslenskar skáldsögur frá fyrri hluta 20. aldar verði þeim framandi. Að lokum er í ályktun Íslenskrar málnefndar minnt á að íslenska sé ekki aðeins námsgrein í skólum heldur undirstaða allrar menntunar – eða eins og sagt var: Allir kennarar á Íslandi eru íslenskukennarar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun