Körfubolti

Taphrinu Sixers loksins lokið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe var svekktur en skemmti sér samt vel.
Kobe var svekktur en skemmti sér samt vel. vísir/getty
Lið LA Lakers var nógu lélegt til þess að tapa fyrir Philadelphiu 76ers í síðasta leik Kobe Bryant í borginni.

Eftir 18 leikja taphrinu í röð í vetur, og 28 leiki í heildina, kom að því að Philadelphia vann leik. Sigurinn á Lakers var þess utan nokkuð öruggur.

Þó svo kastljósið hafi verið á Kobe Bryant í leiknum þá stálu leikmenn Sixers senunni og sigrinum. Þessi 18 leikja taphrina var jöfnun á meti NJ Nets frá 2009. Sixers hafði beðið eftir sigri síðan 25. mars á þessu ári.

Koma Kobe gerði það að verkum að uppselt var á leikinn og Kobe gaf af sér. Leyfði fólki að taka myndir af sér fyrir leik og hann var síðan hylltur af áhorfendum enda frá borginni.

Kobe skoraði 20 stig í leiknum en það dugði engan veginn til.

Úrslit:  

Cleveland-Washington  85-97

Philadelphia-Lakers  103-91

Brooklyn-Phoenix  94-91

Minnesota-Orlando  93-96

New Orleans-Memphis  104-113

Portland-Dallas  112-115

Staðan í NBA-deildinni.

Kobe þakkar fólkinu í Philadelphia fyrir frábærar móttökur.vísir/getty
Bolurinn fékk fyrir peninginn frá Kobe í nótt.vísir/getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×