Körfubolti

Sárt tap í Evrópukeppninni hjá Jakobi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob í leik með landsliðinu.
Jakob í leik með landsliðinu. Vísir
Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í sænska liðinu Borås Basket máttu sætta sig við súrt tap á heimavelli gegn franska liðinu Le Havre í Europe Cup í kvöld.

Tapið þýðir að Borås situr eftir í þriðja sæti E-riðils en efstu tvö liðin í riðlinum fara beint áfram.

Borås á þó möguleika á að vera eitt af fjórum liðum sem fara áfram með góðan árangur í þriðja sæti en það kemur í ljós þegar riðlakeppninni lýkur síðar í vikunni.

Jakob skoraði tólf stig í leiknum, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Borås byrjaði betur og leiddi í hálfleik, 43-35, en skoraði aðeins tólf stig í þriðja leikhluta gegn 26 hjá Le Havre. Heimamenn náðu að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta en nær komust þeir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×