Gunnar Bragi er frá Sauðárkróki og styður því vitanlega Tindastól, sem mætir einmitt KR í Domino's-deild karla á föstudagskvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
KR og Tindastóll áttust við í lokaúrslitum deildarinnar í fyrra og þá höfðu KR-ingar betur og tryggðu sér titilinn í Síkinu á Sauðárkróki.
Það hefur þó gengið á ýmsu hjá Tindastóli í haust og liðið meðal annars skipt um þjálfara. En Stólarnir urðu á fimmtudaginn fyrsta liðið til að vinna Keflavík í vetur og virðast því líklegir til að verða KR-ingum erfiðir í DHL-höllinni á föstudaginn.
KR getur að sama skapi jafnað Keflavík á toppi deildarinnar með sigri gegn Tindastóli á heimavelli sínum.
Tók algjörlega rangan bolla í dag þegar ég settist niður fyrir utanríkisráðherrafund NATÓ og var náttúrlega gómaður - Áfram Tindastóll!!
Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Tuesday, December 1, 2015