En, mörgum þeim sem tjáir sig á Facebook þykir lítið til koma. Finnst þetta reyndar fremur lélegt óveður, þar sem þeir sitja inni, grjótharðir við lyklaborðið.
Gaukur Úlfarsson kvikmyndgerðarmaður er einn þessara:
„Ég er að hugsa um að hringja uppá Veðurstofu og heimta endurgreiðslu,“ skrifar Gaukur á Facebooksíðu sína. Annar sem hæðist að veðrinu er útvarpsmaðurinn Rikki G.
„Held að menn ættu næst að reiða sig frekar á Reðurstofuna en veðurstofuna.Ekkert að þessu veðri hér í Firðinum fagra.“
Og þannig má tiltaka ótal dæmi. Fólk segir ekkert að færð, veður sé ekkert til að kvarta undan og það hafi enga afsökun til að húka heima.
Rithöfundurinn Guðmundur Andri er reyndar fastur heima við og nota tækifærið og slær fram stöku:
Fjúk á nesi, fastur er,
fyrsta dese-he-hember.
Ætla að lesa eitthvað hér,
eða á Besastaði fer.
Og annar rithöfundur, Vilhelm Anton Jónsson, rær gegn Facebookstraumi þegar hann segir:
„Er fólk í alvöru að fárast yfir því að veðrið sé ekki jafn slæmt og spáð hafði verið? – það er jafn vitlaust og að vilja ekki borga lækni því hann greindi mann ekki með banvænan sjúkdóm, heldur bara kvef.“