Staðreyndir um vopnaburð lögreglu Vilhjálmur Árnason skrifar 1. desember 2015 11:52 Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun