Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 10:47 Garðaskóli er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Vísir/Sigurjón Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni. Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Borið hefur á því að foreldrar hringi í börn sín og gefi þeim leyfi til að fara heim úr skólanum. Í Garðaskóla í Garðabæ telur einn kennaranna að vanti líklega um 75 prósent nemenda í tíunda bekk. Hún spyr hvað foreldrar séu að spá. „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ spyr Ragnheiður sem margir þekkja af handboltavellinum í bláum búningum Stjörnunnar og íslenska landsliðsins á tíunda áratugnum. Ragnheiður tjáir sig í hópnum Íbúar Garðabæjar á Facebook og biður fólk um að afsaka hreinskilnina í sér. Hún sé eiginlega agndofa. „Þeir sem eru mættir liggja núna í símunum og væla sig heim. Þau eru í prófum. Eru þetta skilaboðin sem á að senda starfskröftum framtíðarinnar? Ég treysti því að allir þessir foreldrar séu þá heima hjá sér líka fyrst að veðrið er svona vont!“ Ragnheiður Stephensen.Mynd af vefsíðu GarðabæjarRagnheiður minnir á að Garðabær sé bæjarfélag þar sem hægt sé að ganga flest þannig að skortur á vel búnum bílum ætti ekki að koma í veg fyrir að börnin komist í skólann.Garðbæingurinn Pétur Rúnar Heimisson svarar Ragnheiði í hópnum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. Pétur Rúnar setur sig í spor fimmtán ára unglings en er sjálfur reyndar tvöfalt eldri.„Ragga það er kalt úti og snjór að fjúka útum allt og batterýið á iPhone er ekki beint gert fyrir svoleiðis veður. Timberland skór og 66°norður úlpur eru heldur ekki alveg til að vera í svona vondu veðri, ég er meðvituð tískuvera - ekki Haraldur pólfari. Hvernig helduru að ég muni líta út á snapchat ef ég labba í þessu veðri með húfu? Hárið allt klesst og ekki flott. Rafvespan mín er hvort eða er ekki á nagladekkjum og því verð ég heima. Kv. einn 15 ára í Garðabæ.“Frá umferð í Reykjavík í morgun.Vísir/GVAMúgsefjun vegna fjölmiðlaumfjöllunarIngibjörg Anna Arnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Garðaskóla, tekur undir að ástundun í skólanum sé verri en þau hafi áður séð. Það sé rétt að töluvert sé um að óskað hafi verið eftir leyfi fyrir börnin.„Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort börnin mæti í skólana,“ segir Ingibjörg. Garðaskóli hafi líkt og fleiri skólar sent áfram tilkynningu frá Almannavörnum í gær þar sem varað var við vondu veðri. Hún hafi hins vegar sjálf ekið úr vesturbænum í morgun og ekki fundist veðrið sérstaklega slæmt.„Ég velti því fyrir mér þar sem ég ók og hlustað á útvarpið hvort fjölmiðlar væru að fara offari í veðurlýsingum. Ég heyrði bara talað um veðrið í útvarpinu,“ segir Ingibjörg. Aðgengi fólks að útvarpi og vefmiðlum hafi eflaust áhrif á foreldra og ákvarðanatöku þeirra.„Þessi múgsefjun verður til vega umfjöllunar. Börnin vilja fara heim af því að hinn fékk að fara heim. Þau spyrja, hann fékk að fara heim - af hverju fæ ég ekki að fara heim?“ bætir Ingibjörg við. Skólinn öruggasti staðurinnÍ tilkynningu frá lögreglu í morgun kom fram að nokkuð hefði borið á því að foreldrar hringdu í börn sín í skólann og gæfu þeim leyfi til að halda heim. Lögreglan mælir gegn þessu þar sem ekki væsi um börnin í skólanum og best sé að þau séu þar. Ingibjörg tekur undir með lögreglu.„Skólinn er öruggasti staðurinn,“ segir Ingibjörg. „Við viljum leyfa börnunum að koma til okkar,“ segir hún í hressum tóni og vísar í fræg ummæli sem höfð eru eftir Jesú í Biblíunni.
Veður Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira