Það er búið að staðfesta að Phil Neville verði annar þjálfara Valencia er liðið spilar við Barcelona um næstu helgi.
Þjálfari Valencia Nuno Espirito Santo hætti á sunnudag eftir tap liðsins gegn Sevilla. Phil Neville hefur verið aðstoðarmaður hans.
Salvador Gonzalez, kallaðir Voro, hefur verið ráðinn bráðabirgðastjóri hjá félaginu. Neville mun aðstoða hann um helgina gegn Barcelona.
Þó svo þjálfarinn hafi hætt er stemning fyrir því að hafa Neville áfram á meðan leit stendur yfir að nýjum langtímaþjálfara.
Voro er goðsögn hjá stuðningsmönnum Valencia en hann lék yfir 200 leiki fyrir félagið á sínum tíma.
Neville og Voro stýra Valencia gegn Barcelona
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti


