Til verndar höfundum eða milliliðum? Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 1. desember 2015 09:27 Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Breytingar á höfundalögum eru í vændum og þá er vert að huga að þeim breytingum sem eiga sér stað. Endurskoðun laga um höfundarétt og afleidd réttindi hans er tímabær og einn hornsteina þeirra stjórnmálasamtaka sem ég tilheyri, Pírötum. Höfundaréttur er nefnilega dæmi um lög, sem voru sett út frá ákveðnum forsendum sem ekki eiga endilega við lengur. Það þarf að endurskoða forsendur þeirra. Innan höfundalaga eru tvær forsendur sem takast á: Annars vegar er það siðferðislegur réttur höfundar til að vera kenndur við verk sitt og stjórna fyrstu birtingu verka sinna. Hins vegar eru það efnahagsleg réttindi sem eru tryggð með afleiddum réttindum höfundaréttar. Siðferðislegur réttur höfunda byggist á þeirri hugmynd að sérhver sé höfundur orða sinna og verði það alltaf. Það getur enginn tekið orðin af manni. Þetta er grundvöllur alls höfundaréttar og sá hluti höfundaréttar sem ég vil standa vörð um. Þessi réttindi eru ekki framseljanleg. Það sama er ekki hægt að segja um afleidd réttindi. Afleidd réttindi höfundaréttar eru fjölmörg. Í máli lögfræðinga kallast þau rétthafaréttur. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera samtvinnuð efnahagslegum ávinningi tengdum verkum höfunda. Þetta eru einkaleyfi á því að flytja, dreifa, birta eða gefa út ákveðin verk, eftir samkomulagi við höfunda. Rétthafaréttur er ekki höfundaréttur í þeim siðferðislega skilningi sem grunnhugmyndin er byggð á. Hægt að rekja hann aftur til miðalda, til borgríkis Lundúna þar sem einkaleyfi voru gefin út til að fá að prenta bækur. Síðar samtvinnuðust þessi efnahagslegu réttindi við siðferðislegan rétt höfunda. Úr varð vafningur siðferðislegra og efnahagslegra réttinda þar sem erfitt er að greina hvað er hvað. Höfundalög geyma margslungin réttindi í íslenskum lögum. Í þeim má finna bæði grunnforsenduna að vera kenndur við verk sitt og afleidd réttindi hennar. Rétthafar eru þó ekki endilega höfundar. Sumir höfundar eru rétthafar, en ekki allir rétthafar eru höfundar. Höfundar framselja í ríkum mæli efnahagsleg réttindi sín, leyfi til að birta, dreifa og gefa út verkin. Oftar en ekki eru það útgáfufyrirtæki eða stærri einingar sem fara með þessi réttindi í nafni höfunda. Ólíkir hagsmunahópar Þetta er sá hluti höfundalaga sem ég set spurningamerki við. Höfundalög eiga að þjóna hagsmunum höfunda og styrkja þá í sambandi sínu við handhafa útgáfuréttarins og dreifingaréttarins. Rétthafarétturinn hefur fengið of sterkt vægi og honum er blandað um of við höfundaréttinn með því að setja hann inn í höfundalög. Þarna eru oft ólíkir hagsmunahópar. Nú stendur til að gefa innheimtusamtökum ríkari heimildir til þess að semja um innheimtugjöld fyrir hönd rétthafa innan ákveðinnar listgreinar, fyrirkomulag sem kallast samningskvaðaleyfi (á ensku extended collective licensing). Þetta þýðir að innheimtusamtök fái leyfi til þess að innheimta og útdeila gjöldum fyrir hönd rétthafa, þótt þeir standi utan þessara samtaka. Það getur vel verið að samningskvaðaleyfi séu hagkvæm fyrir land eins og Ísland, sem er lítið og takmarkað. Hins vegar er mikilvægt að höfundalög gæti fyrst og fremst hagsmuna höfunda. Með því að setja lög um samningskvaðir inn í höfundalög er verið að blanda saman réttindum innheimtusamtaka og höfunda. Það þarf að skýra línuna á milli þeirra. Eitt helsta vandamál núverandi höfundalaga er að höfundar hafa ekki nógu skýra og sterka rödd. Með því að setja ekki nógu skýr mörk á milli þessara réttinda veikjum við stöðu höfunda og styrkjum stöðu útgáfufyrirtækja, dreifingaraðila, sem hafa einhver réttindi sem eru ýmist aðkeypt eða afsöluð af höfundum með lélegum samningum. Hagsmunir höfunda og rétthafa fara ekki alltaf saman, hvað þá hagsmunir innheimtusamtaka.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun