Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar ber líklega helst að nefna fínan sigur Köln á Borussia Dortund, 2-1. Dortmund komst yfir í leiknum en Köln jafnaði á 83. mínútu og tryggði liðið sér sigurinn rétt fyrir leikslok.
Bayern Munchen vann Hannover 1-0 en eina mark leiksins skoraði Thomas Muller. Þá vann Bayer Leverkusen Ingolstadt 1-0 og það var enginn annar en Javier Hernandez sem skoraði eina mark leiksins. Hann hefur gert fleiri mörk en allt Manchester United liðið á tímabilinu en leikmaðurinn var einmitt seldur frá félaginu í sumar. Litla baunin hefur skorað 17 mörk á tímabilinu.
Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins en Bayern Munchen er sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar.
Eintracht Frankfurt 2 - 1 Werder Bremen
FC Köln 2 - 1 Borussia Dortmund
Hamburger SV 0 - 1 Augsburg
Hannover 96 0 - 1 Bayern Munchen
Ingolstadt 0 - 1 Bayer Leverkusen
VfB Stuttgart 3 - 1 Wolfsburg
