Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2025 22:04 Patrick Pedersen augnabliki áður en markametið var slegið. Vísir / Diego Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi, gat verið stoltur af því að hafa slegið metið í kvöld en að sama skapi svekktur með úrslit leiksins. Patrick skoraði bæði mörk Vals í 2-2 jafntefli við ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla. Patrick mætti í viðtal við Val Pál Eiríksson hjá Sýn Sport og var spurður fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vera sá markahæsti í sögu efstu deildar á Íslandi. „Það hljómar mjög vel að heyra þetta sagt. Eitthvað sem ég get verið mjög stoltur af en ég hafði sett mér þetta markmið fyrir tímabilið og er mjög ánægður að hafa náð í því í kvöld.“ Hvernig var tilfinningin að sjá fyrsta markið rata í netið? „Það var léttir. Mjög góð tilfinnining. Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi ná þessu í dag og það var gott að sjá boltann í netinu.“ Var það meira léttir en ánægja að sjá boltann fara yfir línuna? „Já ég er mjög svekktur með úrslitin í dag og hefði frekar viljað ná í öll stigin í dag en að slá metið. Ég myndi þá bara slá það seinna.“ Varðandi leikinn og úrslit hans þá voru ekki mörg teikn á lofti að ÍA myndi ná að koma til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik Valsmanna. Hvernig endaði þessi leikur í jafntefli? „Ég veit það ekki. Við gjörsamlega stjórnuðum fyrri hálfleiknum og sköpuðum urmul færa. Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið en við vorum í dag og klára þennan leik bara af. Þetta hefði aldrei farið svona ef við hefðum klárað fleiri færi.“ Valur var á miklu skriði og voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. Er það ekki líka svekkjandi að ná ekki að halda því skriði áfram? „Jú auðvitað. Við vildum taka þrjú stig í kvöld en náðum því ekki. Við verðum bara að halda áfram og fara að hugsa um næsta leik.“ Hvernig var andrúmsloftið í klefanum eftir leik? „Þögn. Við sögðum ekki mikið. Allir svekktir en við verðum að halda áfram. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og vonandi náum við í þrjú stig þar.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Patrick mætti í viðtal við Val Pál Eiríksson hjá Sýn Sport og var spurður fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vera sá markahæsti í sögu efstu deildar á Íslandi. „Það hljómar mjög vel að heyra þetta sagt. Eitthvað sem ég get verið mjög stoltur af en ég hafði sett mér þetta markmið fyrir tímabilið og er mjög ánægður að hafa náð í því í kvöld.“ Hvernig var tilfinningin að sjá fyrsta markið rata í netið? „Það var léttir. Mjög góð tilfinnining. Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi ná þessu í dag og það var gott að sjá boltann í netinu.“ Var það meira léttir en ánægja að sjá boltann fara yfir línuna? „Já ég er mjög svekktur með úrslitin í dag og hefði frekar viljað ná í öll stigin í dag en að slá metið. Ég myndi þá bara slá það seinna.“ Varðandi leikinn og úrslit hans þá voru ekki mörg teikn á lofti að ÍA myndi ná að koma til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik Valsmanna. Hvernig endaði þessi leikur í jafntefli? „Ég veit það ekki. Við gjörsamlega stjórnuðum fyrri hálfleiknum og sköpuðum urmul færa. Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið en við vorum í dag og klára þennan leik bara af. Þetta hefði aldrei farið svona ef við hefðum klárað fleiri færi.“ Valur var á miklu skriði og voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. Er það ekki líka svekkjandi að ná ekki að halda því skriði áfram? „Jú auðvitað. Við vildum taka þrjú stig í kvöld en náðum því ekki. Við verðum bara að halda áfram og fara að hugsa um næsta leik.“ Hvernig var andrúmsloftið í klefanum eftir leik? „Þögn. Við sögðum ekki mikið. Allir svekktir en við verðum að halda áfram. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og vonandi náum við í þrjú stig þar.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira