Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 23:17 Marc Andre ter Stegen lék með þýska landsliðinu í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Getty/Marvin Ibo Guengoer Barcelona er að skoða það að fara með þýska markvörðinn Marc-André ter Stegen, sinn eigin leikmann, fyrir dómstóla. Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Málið snýst um bakmeiðsli Ter Stegen. Markvörðurinn neitar að senda inn upplýsingar um bakmeiðsli sín til læknanefndar spænsku deildarinnar. Spænska blaðið Mundo Deportivo fjallar um málið og hefur upplýsingarnar eftir talsmanni félagsins. Upplýsingar um sjúklinga eru trúnaðarmál og leikmaðurinn verður því að gefa leyfi fyrir því að þær séu sendar áfram. Félagið gerir sér grein fyrir því en telur einnig að leikmaður hafi sínar skyldur við félagið sitt. Ter Stegen segir sjálfur að hann verði frá æfingum og keppni í þrjá mánuði. Hann fór nýverið í sína aðra bakaðgerð á stuttum tíma. Barcelona telur að hann verði frá í fjórða mánuð sem gæfi félaginu um leið rétt til að nota áttatíu prósent af launum Ter Stegen til að koma öðrum leikmanni fyrir undir launaþaki spænsku deildarinnar. Barcelona reyndi að ræða við Þjóðverjann í sumar en Ter Stegen gaf sig ekki og neitaði að skrifa undir. Samband hans og félagsins er ekki gott. Hann er með samning við Barcelona til ársins 2028. Leikmaðurinn sem Barcelona vill skrá inn hjá La Liga heitir Joan Garcia, er markvörður og kemur frá Espanyol. Barcelona tekur að Ter Stegen sé hegðun sinni að skaða félagið og liðsfélaga sína og málið er væntanlega á leið fyrir dómstóla. Barcelona átti einnig í vandræðum með að skrá leikmenn á síðustu leiktíð en gott dæmi um það er spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo. 🚨 𝐈𝐧𝐟𝐨𝐫𝐦𝐚𝐜𝐢𝐨́𝐧 𝐝𝐞 𝐌𝐮𝐧𝐝𝐨 𝐃𝐞𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐯𝐨🚫 ¡Ter Stegen no firma su informe médico y el Barça le abre expediente disciplinario!▪️ El portero se niega a dar su OK a que el club envíe el informe de su lesión a la Comisión Médica de LaLiga▪️ Su negativa… pic.twitter.com/Bf55S33h6S— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) August 5, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn