Tyrkir eru sagðir fara illa með flóttafólk Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2015 07:00 Yfirfullur bátur kemur að landi á grísku eyjunni Lesbos, eftir siglingu frá Tyrklandi. Myndin er tekin í október síðastliðnum. vísir/EPA „Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands. Flóttamenn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
„Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands.
Flóttamenn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira