„Rosaleg ásókn“ í pakkaferðir á EM í Frakklandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 21:00 Íslendingar virðast hafa mikinn áhuga á því að fylgja landsliðinu eftir á EM næsta sumar. vísir Þór Bæring Ólafsson, framkvæmdastjóri Gamanferða, sem bjóða upp á pakkaferðir á leiki Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi næsta sumar, segir að mun meiri áhugi sé á ferðunum en hann bjóst við. „Ferðirnar fóru í sölu í gærkvöldi og það stefnir allt í að það verði uppselt í þær í dag eða á morgun. Þetta er rosaleg ásókn,“ segir Þór í samtali við Vísi en alls eru 400 miðar í boði í þessar fyrstu pakkaferðir sem Gamanferðir setja í sölu.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 Hægt er að velja um pakka á einn leik í riðlakeppninni, pakka á leiki númer 1 og 2, pakka á leiki númer 2 og 3 og svo pakka á alla leikina. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Ekki eru miðar á leikina innifaldir þar sem íslenskar ferðaskrifstofur geta ekki sótt um miða í gegnum miðasölukerfi Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Einstaklingar geta bara sótt um miða sjálfir og ég geri fastlega ráð fyrir því að þeir sem eru að kaupa pakkaferðir hjá okkur séu búnir að sækja um miða eða ætli sér að gera það,“ segir Þór.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi WOW air flýgur til þriggja áfangastaða í Frakklandi næsta sumar, Parísar, Nice og Lyon. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, þrettánfaldaðist salan á flugmiðum til Frakklands um helgina eftir að fyrir lá hvar íslenska landsliðið myndi spila sína leiki. Þá sautjánfaldaðist salan á miðum til Parísar. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þar á bæ skynji menn líka áhugann á EM en þó einnig að fólk þurfi tíma til að átta sig á hlutunum. Þá hyggst flugfélagið kynna á næstunni ýmsa valkosti fyrir þá sem vilja fylgja landsliðinu á stórmótið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kemst Ísland upp úr riðlinum? Bjartsýnin minnir á Gleðibankann 1986 Spekingarnir og aðdáendurnir hafa sagt sína skoðun. En hvað finnst þér? 13. desember 2015 18:00 Ísland fær 34 þúsund miða á EM | Miðasala hefst í dag Aðeins sjö þúsund miðar í boði fyrir Íslendinga á leikinn gegn Portúgal. 14. desember 2015 11:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Þór Bæring Ólafsson, framkvæmdastjóri Gamanferða, sem bjóða upp á pakkaferðir á leiki Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi næsta sumar, segir að mun meiri áhugi sé á ferðunum en hann bjóst við. „Ferðirnar fóru í sölu í gærkvöldi og það stefnir allt í að það verði uppselt í þær í dag eða á morgun. Þetta er rosaleg ásókn,“ segir Þór í samtali við Vísi en alls eru 400 miðar í boði í þessar fyrstu pakkaferðir sem Gamanferðir setja í sölu.Sjá einnig: Þetta þarftu að vita um miðasöluna á EM 2016 Hægt er að velja um pakka á einn leik í riðlakeppninni, pakka á leiki númer 1 og 2, pakka á leiki númer 2 og 3 og svo pakka á alla leikina. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Ekki eru miðar á leikina innifaldir þar sem íslenskar ferðaskrifstofur geta ekki sótt um miða í gegnum miðasölukerfi Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. „Einstaklingar geta bara sótt um miða sjálfir og ég geri fastlega ráð fyrir því að þeir sem eru að kaupa pakkaferðir hjá okkur séu búnir að sækja um miða eða ætli sér að gera það,“ segir Þór.Sjá einnig: Ísland í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi WOW air flýgur til þriggja áfangastaða í Frakklandi næsta sumar, Parísar, Nice og Lyon. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, þrettánfaldaðist salan á flugmiðum til Frakklands um helgina eftir að fyrir lá hvar íslenska landsliðið myndi spila sína leiki. Þá sautjánfaldaðist salan á miðum til Parísar. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að þar á bæ skynji menn líka áhugann á EM en þó einnig að fólk þurfi tíma til að átta sig á hlutunum. Þá hyggst flugfélagið kynna á næstunni ýmsa valkosti fyrir þá sem vilja fylgja landsliðinu á stórmótið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kemst Ísland upp úr riðlinum? Bjartsýnin minnir á Gleðibankann 1986 Spekingarnir og aðdáendurnir hafa sagt sína skoðun. En hvað finnst þér? 13. desember 2015 18:00 Ísland fær 34 þúsund miða á EM | Miðasala hefst í dag Aðeins sjö þúsund miðar í boði fyrir Íslendinga á leikinn gegn Portúgal. 14. desember 2015 11:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Sjá meira
Kemst Ísland upp úr riðlinum? Bjartsýnin minnir á Gleðibankann 1986 Spekingarnir og aðdáendurnir hafa sagt sína skoðun. En hvað finnst þér? 13. desember 2015 18:00
Ísland fær 34 þúsund miða á EM | Miðasala hefst í dag Aðeins sjö þúsund miðar í boði fyrir Íslendinga á leikinn gegn Portúgal. 14. desember 2015 11:00