Hjálmar hjólar í skemmdarvargana: Á von á ákæru vegna opnunar hliðsins á Laugavegi Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 15:45 "Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera,“ segir Hjálmar. Vísir „Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent