Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Bjarki Ármannsson skrifar 13. desember 2015 22:15 Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu. Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00