Samtökin segjast á Twitter hafa tekið niður vefsíðu Trump Tower-byggingarinnar, sem síðar hefur komist aftur í gagnið samkvæmt erlendum fjölmiðlum en virðist liggja aftur niðri þegar þetta er skrifað. Þá hafa samtökin sent frá sér myndband á YouTube þar sem þau segja Trump að gæta orða sinna í framtíðinni.
„Donald Trump, okkur hefur borist til eyrna að þú viljir banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna,“ segir í myndbandinu. „Þetta er það sem ISIS vill. Því fleiri múslimar sem eru óánægðir, því betri möguleika finnst ISIS það eiga á að fá þá til liðs við sig.“