Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Sigurður Skarphéðinsson við munna ísganganna þegar gerð þeirra var á lokametrunum. Fréttablaðið/Stefán Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Into the Glacier sem rekur ísgöngin segir aðsóknina hafa verið vonum framar. „Upphaflega ætluðum við að vera með daglegar ferðir út september og fara síðan tvisvar í viku. Í lok september ákváðum við að fara daglega út október og síðan ákváðum við að vera líka með daglegar ferðir í nóvember. Svo um miðjan nóvember ákváðum við að keyra bara alla daga, allt árið – nema þegar það er brjálað veður,“ segir Sigurður. Fyrst og fremst er það erlendir ferðamenn sem skoða ísgöngin að sögn Sigurðar. Fram á haust hafi þeir flestir farið á eigin bílaleigubílum upp í Húsafell og voru fluttir þaðan en nú í vetur eru þeir flestir fluttir alla leið úr bænum. „Það sem hefur komið okkur hvað mest á óvart er hversu þeir ferðamenn sem eru á Íslandi er með lítil plön. Ótrúlega margt af þessu fólki bókar sig með aðeins tólf til fjórtán tíma fyrirvara í ferð hjá okkur,“ segir Sigurður. Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 á Richter varð á fimmtudagsmorgun í Geitlandsjökli í Langjökli með upptök á svipuðum slóðum og ísgöngin eru. Sigurður segir engan hafa verið í göngunum þá. Líklegast sé að áhrifa skjálftans hafi ekki gætt þar. „Jökullinn er eins og seigfljótandi hunang og gleypir svona skjálfta,“ útskýrir Sigurður og bendir á að þessi þáttur hafi sérstaklega verið kannaður af jarðfræðingi áður en göngin voru gerð.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira