Vörn Villarreal hélt stórstjörnum Real Madrid í skefjum þegar liðin mættust á El Madrigal í kvöld.
Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Roberto Soldado strax á 8. mínútu eftir sendingu Cedric Bakambu.
Leikmenn Real Madrid voru mun meira með boltann og sóttu stíft en tókst ekki að brjóta niður varnarmúr heimamanna. Real Madrid átti alls 19 skot í leiknum en aðeins eitt þeirra fór á markið.
Þetta var þriðja tap lærisveina Rafa Benítez í síðustu fimm leikjum en þeir eru í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, fimm stigum á eftir Barcelona og Atletico Madrid.
Villarreal er hins vegar í 5. sætinu með 27 stig.
Guli kafbáturinn sökkti Ronaldo og félögum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn