Segir leiðinlegt að skemmdarverk hafi verið unnin á húsnæði Útlendingastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 14:11 Orðið "fasistar" var málað á húsnæði Útlendingastofnunar í gær. vísir/gva Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva
Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22