Gunnar Nelson mætir goðsögn í UFC-heiminum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 08:00 Maia vann Bandaríkjamanninn Neil Magny á uppgjafartaki í annarri lotu þegar kapparnir mættust í Ríó í Brasilíu í byrjun ágústmánaðar. Vísir/Getty Gunnar Nelson hefur talað um að það sé frábært að ná að keppa gegn Brasilíumanninum Damian Maia áður en hann hættir. Maia er tiltölulega nýorðinn 38 ára og á glæsilegan feril að baki. Miðað við orð hans er nóg eftir af þeim ferli og Gunnar hefði þess vegna getað mætt honum eftir nokkur ár. „Mér líður sífellt betur síðustu árin. Líkaminn er í góðu standi og ég vonast til þess að keppa í þrjú til fjögur ár í viðbót. Ef ég held áfram að bæta mig þá mun ég halda áfram að berjast.“ Maia er goðsögn í UFC-heiminum sem og í jiu jitsu-heiminum. Þar er hann fimmfaldur meistari. Hann var fyrst í millivigt og færði sig síðan í veltivigtina. Hann hefur staðið sig frábærlega í báðum þyngdarflokkum og mætt mörgum af betri bardagamönnum í sögu UFC.Sjá einnig:Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu Nægir þar að nefna menn eins og Anderson Silva, Chael Sonnen, Chris Weidman (núverandi heimsmeistari í millivigt sem keppir líka á laugardaginn), Dong Hyun Kim og Rick Story, sem er sá eini sem hefur unnið Gunnar. Maia kláraði Story í fyrstu lotu. Hann er því gríðarlega reyndur og hefur aldrei tapað í veltivigtinni á rothöggi eða hengingu. Eftir tvö töp í röð síðla árs 2013 og í byrjun árs 2014 fóru margir að afskrifa þennan frábæra bardagamann. Þá herti hann sig upp og er búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Það gegn mönnum sem hafa verið á topp 15 á styrkleikalistanum. Sjálfur er Maia í sjötta sæti þar en Gunnar í því tólfta. Gunnar hefur einnig talað um að sigur gegn Maia, sérstaklega sannfærandi, muni skjóta honum upp styrkleikalistann og koma honum nálægt titilbardaga. Maia hugsar nákvæmlega það sama. „Ég stefni á beltið og það er ástæðan fyrir því að ég samþykkti þennan bardaga. Ég veit að Gunnar er hátt skrifaður hjá bæði UFC og aðdáendum íþróttarinnar. Þeim finnst hann vera frábær bardagamaður. Ef ég vinn hann er aldrei að vita nema ég fái mitt færi á titlinum,“ segir Maia ákveðinn en hversu sannfærður er hann um sigur? „Við bardagamenn erum alltaf bjartsýnir og ég efast ekkert um að Gunnar sé líka mjög bjartsýnn. Ég er líklega búinn að taka bestu æfingabúðir lífs míns og á laugardag stíg ég í búrið og reyni að sýna allt það sem ég kann.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Maia talar vel um Gunnar og ber augljóslega mikla virðingu fyrir honum. Þetta verður sérstakur bardagi því Maia verður sá fyrsti sem vill fara í gólfið með Gunnari. „Gunnar er mjög hæfileikaríkur. Er með gott box, gott jiu jitsu og glímu. Ég þarf að passa mig á honum og verð að halda einbeitingu allan tímann. Ég má ekki gera mistök heldur verð ég að láta hann gera mistök.“ MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Gunnar Nelson hefur talað um að það sé frábært að ná að keppa gegn Brasilíumanninum Damian Maia áður en hann hættir. Maia er tiltölulega nýorðinn 38 ára og á glæsilegan feril að baki. Miðað við orð hans er nóg eftir af þeim ferli og Gunnar hefði þess vegna getað mætt honum eftir nokkur ár. „Mér líður sífellt betur síðustu árin. Líkaminn er í góðu standi og ég vonast til þess að keppa í þrjú til fjögur ár í viðbót. Ef ég held áfram að bæta mig þá mun ég halda áfram að berjast.“ Maia er goðsögn í UFC-heiminum sem og í jiu jitsu-heiminum. Þar er hann fimmfaldur meistari. Hann var fyrst í millivigt og færði sig síðan í veltivigtina. Hann hefur staðið sig frábærlega í báðum þyngdarflokkum og mætt mörgum af betri bardagamönnum í sögu UFC.Sjá einnig:Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu Nægir þar að nefna menn eins og Anderson Silva, Chael Sonnen, Chris Weidman (núverandi heimsmeistari í millivigt sem keppir líka á laugardaginn), Dong Hyun Kim og Rick Story, sem er sá eini sem hefur unnið Gunnar. Maia kláraði Story í fyrstu lotu. Hann er því gríðarlega reyndur og hefur aldrei tapað í veltivigtinni á rothöggi eða hengingu. Eftir tvö töp í röð síðla árs 2013 og í byrjun árs 2014 fóru margir að afskrifa þennan frábæra bardagamann. Þá herti hann sig upp og er búinn að vinna þrjá bardaga í röð. Það gegn mönnum sem hafa verið á topp 15 á styrkleikalistanum. Sjálfur er Maia í sjötta sæti þar en Gunnar í því tólfta. Gunnar hefur einnig talað um að sigur gegn Maia, sérstaklega sannfærandi, muni skjóta honum upp styrkleikalistann og koma honum nálægt titilbardaga. Maia hugsar nákvæmlega það sama. „Ég stefni á beltið og það er ástæðan fyrir því að ég samþykkti þennan bardaga. Ég veit að Gunnar er hátt skrifaður hjá bæði UFC og aðdáendum íþróttarinnar. Þeim finnst hann vera frábær bardagamaður. Ef ég vinn hann er aldrei að vita nema ég fái mitt færi á titlinum,“ segir Maia ákveðinn en hversu sannfærður er hann um sigur? „Við bardagamenn erum alltaf bjartsýnir og ég efast ekkert um að Gunnar sé líka mjög bjartsýnn. Ég er líklega búinn að taka bestu æfingabúðir lífs míns og á laugardag stíg ég í búrið og reyni að sýna allt það sem ég kann.“Sjá einnig:Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Maia talar vel um Gunnar og ber augljóslega mikla virðingu fyrir honum. Þetta verður sérstakur bardagi því Maia verður sá fyrsti sem vill fara í gólfið með Gunnari. „Gunnar er mjög hæfileikaríkur. Er með gott box, gott jiu jitsu og glímu. Ég þarf að passa mig á honum og verð að halda einbeitingu allan tímann. Ég má ekki gera mistök heldur verð ég að láta hann gera mistök.“
MMA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30 Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00 Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Mótherji Gunnars Nelson á laugardaginn er meira en til í að fara með bardagann í gólfið því þar hefur hann fulla trú á sjálfaum sér. 10. desember 2015 12:30
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Jón Viðar: Sigur gerir Gunna heimsfrægan Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, fylgir sínum manni hvert sem er og er að sjálfsögðu mættur til Las Vegas. 10. desember 2015 15:30
Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Nú eru aðeins nokkrir dagar í að Gunnar Nelson stígi í búrið aftur. Á laugardaginn mætir Gunnar hinum reynda Demian Maia í sínum erfiðasta bardaga á ferlinum. 9. desember 2015 10:00
Gunnar: Conor sturlast pínulítið á hverjum degi Gunnar Nelson ræðir bardagann við Demian Maia, Harley Davidson-hjólið, glæsihöllina í Las Vegas og hugarástand Conor McGregor. 10. desember 2015 09:37