Fótbolti

Mourinho: Var ekki líklegur til að vinna með Porto og Inter þannig ekki afskrifa okkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho á hliðarlínunni í gærkvöldi.
José Mourinho á hliðarlínunni í gærkvöldi. vísir/getty
Chelsea hirti efsta sæti G-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar liðið hafði sigur á Porto á heimavelli, 2-0.

Chelsea er í erfiðum málum í ensku úrvalsdeildinni og tapaði fyrir Bournemouth á heimavelli í síðustu umferð, en liðið verður engu að síður í pottinum þegar dregið verður til 16 liða úrslita Meistaradeidlarinnar á mánudaginn.

Sjá einnig:Chelsea vann sinn riðil | Sjáið mörkin

„Lið sem eru í jafn miklum vandræðum og við er augljóslega ekki líklegt til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Mourinho á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær.

„En þegar ég vann með Porto 2004 vorum við ekki líklegir og ekki heldur með Inter 2010. Þegar við ég átti svo að vinna tapaði ég tvisvar í undanúrslitum með Real Madrid og tvisvar með Chelsea. Það er aldrei að vita hvað gerist.“

Chelsea sleppur við hákarlana þar sem það náði efsta sæti riðilsins en getur mætt PSG, PSV, Benfica, Juventus, Roma eða Gent.

„Það vilja allir mæta okkur. Það vill enginn mæta Barcelona, Real Madrid, Atlético eða Bayern. Öll liðin sem enduðu í öðru sæti vilja mæta okkur eða Zenit,“ sagði José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×