Tekið að hvessa á Suðausturlandi - fylgstu með lægðinni Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2015 21:45 Veðurstofa varar við ofsaveðri og jafnvel fárviðri í nótt. Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina. Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Byrjað er að hvessa á Suðausturlandi býst Veðurstofa Íslands ekki við öðru en að það rætist úr óveðurspá hennar frá því fyrr í dag. Veðurstofan gaf út viðvörun vegna ofsaveðurs eða fárviðris austan til í nótt og í fyrramálið. Er fólk hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta hvattir til að tryggja báta sína. Fyrir þá sem ekki vita hvað felst í fárviðri hefur Veðurstofa Íslands gefið þessa skýringu: Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri. Var von á austanstormi í kvöld en suðlægari átt þegar líður á nóttina og gæti vindur náð fárviðri, eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austan til. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar.Vegagerðin boðaði lokanir á eftirtöldum vegum í kvöld vegna óveðurs:Kl. 19.00 frá Freysnesi að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi.Kl. 22.00 frá Höfn að Reyðarfirði.Kl. 22.00 Oddskarð, Fagridalur, Fjarðarheiði og Vatnsskarð eystra.Kl. 22.00 Vopnafjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Ólafsfjarðarmúli verður lokaður frá miðnætti.Sjá textaspá Veðurstofu Íslands hér fyrir neðan: Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða rigningu í kvöld, víða 18-23 m/s upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil úrkoma á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Suðvestan 18-25 þegar kemur fram á morguninn og áfram rigning eða slydda um landið S- og V-vert. Heldur hægari og skúrir eða él seint á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á fimmtudag (gamlársdagur) og föstudag (nýársdagur):Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og él, en hægari og þurrt á N- og NA-landi. Frost yfirleitt 0 til 6 stig.Á laugardag:Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Kólnandi veður.Á sunnudag:Gengur í austan 8-15 með slyddu eða snjókomu sunnan- og austan til og hlýnar heldur. Annars hægari og úrkomulítið.Á mánudag og þriðjudag:Austlæg átt og úrkomulítið, en dálítil él suðaustan til. Frost 0 til 7 stig, en yfirleitt frostlaust við suðurströndina.
Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22 Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23 Ofsaveðri spáð á morgun Fólk hvatt til að festa lausamuni. 29. desember 2015 11:17 Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið Almannavarnanefnd fjarða vekur athygli á mjög slæmri veðurspá fyrir Austfirði í kvöld og nótt. 29. desember 2015 12:22
Eftirtöldum vegum lokað vegna óveðurs Ferðaveður verður með versta móti víðast hvar á í kvöld og nótt. 29. desember 2015 19:23
Þjóðvegi eitt lokað að hluta í kvöld og nótt Veginum verður lokað í Öræfum á meðan ofsaveðrið gengur yfir landið. 29. desember 2015 18:04
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40