Körfubolti

Svekkjandi tap hjá Kanínunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar, til hægri, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen hjá íslenska landsliðinu. Pedersen var áður aðalþjálfari Svendborg.
Arnar, til hægri, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen hjá íslenska landsliðinu. Pedersen var áður aðalþjálfari Svendborg. Vísir
Svendborg Rabbits mátti þola eins stigs tap fyrir Team FOG Naestved í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 70-69.

Sigurkarfa leiksins var skoruð átján sekúndum fyrir leikslok og fékk Svendborg tækifæri til að tryggja sér sigurinn en Trevor Noack hitti ekki úr skoti sínu þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg og Axel Kárason leikur með liðinu. Axel lék í 27 mínútur í kvöld og skoraði fimm stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Naestved er nú í þriðja sætinu með átján stig, rétt eins og Bakken Bears sem er í öðru sæti. Svendborg er svo í fjórða sætinu með sextán stig.

Horsens er þó langefst í deildinni með fullt hús stiga eftir þrettán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×