Þættirnir Körfuboltakvöld hafa vakið mikla lukku, en þeir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport eftir hverja einustu umferð í Dominos-deild karla.
Einn liður í þættinum er Framlenging, en þá er gripið til framlengingar í lok hvers þáttar. Þá eru fimm umræðuefni rædd á fimm mínútum og er oft mikill hiti meðal spekinganna sem fara vel yfir málin ásamt þáttarstjórnandanum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Dominos-deildirnar er í jólafríi þessar vikurnar og því hefur Garðar Örn Arnarson, pródúsent þáttanna, tekið það besta úr þáttunum sem fóru fram fyrir áramót og sett saman í eina klippu sem má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.
Sjón er sögu ríkari.
Það besta úr Framlengingunni: "Þið lítið út eins og fífl"
Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
