Biskup forfallaðist vegna flensu: Jólahátíðin kemur til allra Heimir Már Pétursson skrifar 25. desember 2015 12:57 "Það er dálítið merkilegt að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“ Vísir/Vilhlem Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“ Jólafréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þúsundir manna sækja hátíðarmessur í kirkjum landsins í dag. Biskup Íslands átti að predika í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun en forfallaðist vegna skæðrar flensu. Hún segir jólin koma til allra. Góð kirkjusókn var í gær aðfangadag en það er margra siður að fara í miðnæturmessur á þeim degi. En það er líka messað alls staðar um land í dag, bæði í morgun og eftir hádegi. Til að mynda verður hátíðarmessa í Hallgrímskikrju klukkan tvö. Til stóð að Agnes M. Sigurðardóttir biskub Íslands predikaði að venju í dómkirkjunni í Reykjavík klukkan ellefu í morgun. „En ég ligg bara hérna í bælinu í pest, er aðeins komin með röddina aftur,“ segir Agnes í samtali við fréttastofu. Það má því kannski segja að vegir guðs séu órannsakanlegir? „Já, það má segja það,“ segir Agnes.Miklar annir hjá prestum landsins Agnes segir jóladagana eðilega vera annasama hjá prestum Þjóðkirkjunnar enda sé kirkjusókn alla jafna mikil yfir hátíðardagana. „Já, og prestar landsins, þeir sem komast fyrir ófærð og óveðri ef það er, eru úti um allt að koma sér á milli staða og messa. Það er yfirleitt mikið að gera á jólum. Prestar í dreifbýlinu hafa fleiri en eina kirkju, allt upp í átta eða níu kirkjur þeir sem flestar hafa.“ Biskup segir jólin eðli málsins samkvæmt eina mikilvægustu hátíð kristinna manna og flest starfsemi sem hægt sé að leggja niður sé lögð niður í dag. „Það er dálítið merkilegt líka að hugsa til þess að jólin koma í raun og veru til allra hvort sem þau eru kristinnar trúa eða ekki.“Vopnahlé í Víetnam Og Agnesi er í þessu samhengi hugsað til eldhúss æsku sinnar heima á Ísafirði þar sem faðir hennar séra Sigurður Kristjánsson var sóknarprestur í langan tíma. „Ég man eftir því þegar ég var krakki og Víetnamstríðið í algleymingi, það er sterkt í barnsminningunni, að það væri vopnahlé á jóladag. Þetta situr í minni mínu því það var alltaf hlustað á hádegisfréttirnar yfir hádegismatnum. Þannig að hátíðin kemur til allra, alveg sama við hvernig aðstæður þeir búa.“
Jólafréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira