Aftur plástur á sárið Stjórnarmaðurinn skrifar 23. desember 2015 09:15 Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Á dögunum var ákveðið að veita sérstakt aukafjárframlag til rekstrar Ríkisútvarpsins á komandi ári. Nemur framlagið 175 milljónum og er eyrnamerkt innlendri dagskrárgerð, sem Alþingi telur ástæðu til að verja sérstaklega umfram aðra rekstrarþætti RÚV. Með þessu framlagi er ljóst að RÚV hefur, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga, úr sömu upphæð að spila og á síðasta ári. Staðreyndin er þó sú að niðurstaða Alþingis í málefnum RÚV þetta árið er bara enn einn plásturinn á sárið, og enn hefur enginn léð máls á því að teknar verði ákvarðanir um hvernig málum skal háttað til frambúðar. Þessar aukalegu 175 milljónir breyta engu um stöðu félagsins. Skuldastaðan er jafn slæm og staðreyndin sú að Ríkisútvarpið hefur tapað um 800 milljónum króna síðan það var sett á laggirnar í formi opinbers hlutafélags árið 2007. Þrátt fyrir 5,4 milljarða árlegt forskot í formi útvarpsgjalds og auglýsingasölu í samkeppni við einkamiðlana ber reksturinn sig engan veginn. Niðurskurðarplön stjórnenda benda ekki til þess að staðan breytist í náinni framtíð. Nú þegar virðist ljóst að draumórar um hækkun á útvarpsgjaldi ganga ekki eftir. Í yfirtöku ríkisins á skuldabréfi við LSR og sölu á lóðarréttindum í Efstaleiti felst ekki framtíðarlausn, heldur er í besta falli verið að lengja í hengingarólinni. Draumórar forsætisráðherra um sölu á innlendu dagskrárefni til útlanda myndu líka seint rata inn í rekstraráætlun ábyrgs fjármálastjóra, og benda til þess að ráðherrann sé ekki sérstaklega vel að sér um stærstu kostnaðarpósta í fjölmiðlarekstri. Enn hefur því nákvæmlega ekkert gerst í málinu, engin vitræn tilraun verið gerð til að fylgja eftir úttektum á starfsemi stofnunarinnar. Starfsmenn RÚV, keppinautar og landsmenn eiga betra skilið. Nú þarf hugrakka stjórnmálamenn til að leggja til framtíðarumhverfi fyrir RÚV, og því þarf að fylgja eftir. Á tímabili leit út fyrir að menntamálaráðherra gæti orðið maðurinn í hlutverkið, en nú virðist sem loftið sé úr blöðrunni. Stjórnendum RÚV er vorkunn að þurfa að starfa við þær aðstæður sem þeim eru búnar: óvissan er alger og hvert fjárlagaár eins og árleg óvissuferð starfsmannafélagsins. Ef taka á til í málefnum RÚV og finna stofnuninni framtíðarsess þarf skýra stefnu. Lýst er eftir hugmyndaríkum, hugrökkum og stefnuföstum stjórnmálamanni sem tekið getur forystuhlutverk í þeim efnum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira