Batamiðstöð á Kleppi opnuð fyrir söfnunarfé WOW Cyclothon Bjarki Ármannsson skrifar 22. desember 2015 19:19 Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Batamiðstöð á Kleppi var formlega opnuð í dag en henni er ætlað að bæta heilsu og lífsgæði geðsjúkra með aukinni hreyfingu. Miðstöðin er hugsuð sem tilraunaverkefni til þriggja mánaða en hún var byggð upp með söfnunarfé úr WOW Cyclothon-hjólreiðakeppninni sem fór fram í sumar. Alls söfnuðust rúmlega 21,7 milljónir í keppninni sem er met. Landspítalinn fékk söfnunarféð afhent í júlí síðastliðnum og í dag tók María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, á móti gestum og fræddi þá um þá starfsemi sem þegar er hafin þar. „Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítalans, í tilkynningu vegna opnunarinnar. „Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur.“ Aðstandendur WOW Cyclothon segjast í tilkynningunni í skýjunum með hversu vel tókst til við keppnina og vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt sem og þeirra sem lögðu hönd á plóginn með áheitum. Fulltrúar WOW air og Landspítalans ásamt Hjólakrafti, sigurliði WOW Cyclothon.Mynd/WOW
Wow Cyclothon Tengdar fréttir Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26 Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56 „Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Sigurvegari í WOW Cyclothon: „Ætli ég byrji ekki á því að reyna ná þessari kampavínslykt af mér“ "Mér líður bara ágætlega, svolítið þreyttur en það er rosalega gaman að vinna svona keppni,“ segir Hafsteinn Ægir Geirsson en Örninn TREK kom fyrstur liða í mark í WOW Cyclothon keppninni. 25. júní 2015 09:26
Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir. 25. júní 2015 10:56
„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“ Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu. 26. júní 2015 23:16