Nýr íslenskur tölvuleikur í alfaprófunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2015 15:00 Mynd/Solid Clouds Starfsmenn íslenska leikjaframleiðandans Solid Clouds hafa nú opnað fyrir þriðja fasa svokallaðra alfaprófana leiksins Starborne: Sovereign Space. Nýir listamenn hafa gengið til liðs við fyrirtækið og er leikurinn farinn að njóta athygli fyrir utan landssteinana. Arelíus Arelíusarson , samfélagsstjóri Starborne, segir prófunum hafa verið tekið gríðarlega vel. Þó hafi þær verið smáar í sniðum en að þessu sinni verður um 150 spilurum leyft að prófa leikinn . Arelius reiknar þó með að sú tala muni hækka þar sem spilarar geta boðið einum vini til að taka einnig þátt. Fleirum og fleirum spilurum verður þó hleypt inn í fasana sem fylgja. Hægt er að sækja um að fá að taka þátt í alfaprófunum hér á heimasíðu Starborne. Reiknað er með að þriðji fasinn muni standa yfir í tvo til þrjá mánuði.Arelíus Arelíusarson, samfélagsstjóri Solid Clouds.Til stendur að hefja „betaprufanir“ á þriðja fjórðungi næsta árs, en ekki liggur fyrir hvenær leikurinn sjálfur verður gefinn út.Sjá einnig: Verður næsti leikjarisinn íslenskur?Solid Clouds var stofnað af fjórum mönnum sem spiluðu reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa sitt eigið fullkomna borðspil. Hver leikur mun taka um sex mánuði þar sem fimm til tuttugu þúsund spilarar berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Í leiknum keppast spilarar við að safna auðlindum og byggja með þeim skip og geimstöðvar til að stækka umráðasvæði sitt. Þá þarf að mynda bandalög og/eða berjast við nágranna sína. Hver leikmaður getur sérhæft sig til að framkvæma verkefni sem aðrir meðlimir bandalagsins eru verri í. Má þar nefna njósnir, hernað og iðnað.Solid Clouds réðu nýverið Ásgeir Jón Ásgeirsson, sem listrænan stjórnanda leiksins, en hann vann áður að EVE Online. Umfang og stærð korts leiksins má sjá á meðfylgjandi myndbandi sem sýnt var á Slush Reykjavík ráðstefnunni í maí. Myndbandinu er ekki ætlað að sýna útlit leiksins eða spilun þar sem hann er auðvitað enn í þróun. Einnig er vert að benda á að það er ekkert hljóð á myndbandinu. Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Starfsmenn íslenska leikjaframleiðandans Solid Clouds hafa nú opnað fyrir þriðja fasa svokallaðra alfaprófana leiksins Starborne: Sovereign Space. Nýir listamenn hafa gengið til liðs við fyrirtækið og er leikurinn farinn að njóta athygli fyrir utan landssteinana. Arelíus Arelíusarson , samfélagsstjóri Starborne, segir prófunum hafa verið tekið gríðarlega vel. Þó hafi þær verið smáar í sniðum en að þessu sinni verður um 150 spilurum leyft að prófa leikinn . Arelius reiknar þó með að sú tala muni hækka þar sem spilarar geta boðið einum vini til að taka einnig þátt. Fleirum og fleirum spilurum verður þó hleypt inn í fasana sem fylgja. Hægt er að sækja um að fá að taka þátt í alfaprófunum hér á heimasíðu Starborne. Reiknað er með að þriðji fasinn muni standa yfir í tvo til þrjá mánuði.Arelíus Arelíusarson, samfélagsstjóri Solid Clouds.Til stendur að hefja „betaprufanir“ á þriðja fjórðungi næsta árs, en ekki liggur fyrir hvenær leikurinn sjálfur verður gefinn út.Sjá einnig: Verður næsti leikjarisinn íslenskur?Solid Clouds var stofnað af fjórum mönnum sem spiluðu reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa sitt eigið fullkomna borðspil. Hver leikur mun taka um sex mánuði þar sem fimm til tuttugu þúsund spilarar berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Í leiknum keppast spilarar við að safna auðlindum og byggja með þeim skip og geimstöðvar til að stækka umráðasvæði sitt. Þá þarf að mynda bandalög og/eða berjast við nágranna sína. Hver leikmaður getur sérhæft sig til að framkvæma verkefni sem aðrir meðlimir bandalagsins eru verri í. Má þar nefna njósnir, hernað og iðnað.Solid Clouds réðu nýverið Ásgeir Jón Ásgeirsson, sem listrænan stjórnanda leiksins, en hann vann áður að EVE Online. Umfang og stærð korts leiksins má sjá á meðfylgjandi myndbandi sem sýnt var á Slush Reykjavík ráðstefnunni í maí. Myndbandinu er ekki ætlað að sýna útlit leiksins eða spilun þar sem hann er auðvitað enn í þróun. Einnig er vert að benda á að það er ekkert hljóð á myndbandinu.
Leikjavísir Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira