Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:34 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter. FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter.
FIFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Sjá meira