Kraftaverk Lars Lagerbäck eitt af 24 stærstu íþróttafréttunum í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:00 Landsliðsþjálfaranir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fagna hér EM-sætinu á Laugardalsvellinum í september. Vísir/Vilhelm Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Sænska blaðið Dagens Nyheter hefur verið að gera upp íþróttaárið í sérstöku jóladagatali þar sem menn þar á bæ taka fyrir 24 eftirminnilegustu íþróttafréttir ársins. Afrek Svíans Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum 6. september síðastliðinn kemst á blað sem eitt af 24 stærstu íþróttafréttum ársins í Svíþjóð. Svíarnir tala þar um kraftaverk Lagerbäck. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér þá sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. Hollendingar töpuðu 3-0 á móti Tyrkjum fyrr um daginn og þess vegna nægði íslenska liðinu jafntefli á móti Kasakstan. Markalausu jafntefli var því fagnað gríðarlega af leikmönnum jafnt sem áhorfendum þetta fallega sunnudagskvöld í september. Sænska þjóðin fylgdist líka vel með en íslenska landsliðið var langt á undan því sænska að tryggja sér EM-sætið. Svíar komust loksins sjálfir eftir sigur í umspilsleikjum á móti Dönum tveimur mánuðum síðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við komust á stórmót og menn þurfa alltaf að læra að spila á slíkum mótum en ég tel að við getum komið á óvart og unnið einhver lið á EM. Þetta lið er eitt það best skipulagðasta í dag og þessa vegna eigum við möguleika á sigri á móti bestu liðum heims. Við eigum kannski ekki mikla möguleika en möguleika engu að síður," sagði Lars Lagerbäck í viðtali við Aftonbladet eftir að EM-sætið var í höfn. Blaðamaður Dagens Nyheter rifjar það upp að íslenska landsliðið var í 131. sæti á FIFA-listanum þegar Lagerbäck tók við liðinu. Í dag er íslenska landsliðið í 36. sæti á heimslistanum og þetta hefur því verið mikil ævintýraferð á þessum fjórum árum og allt annað en sjálfgefið að 323 þúsund manna þjóð geti náð svo langt í vinsælustu íþrótt heims.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira