Kidd á skurðarborðið í dag | Þjálfarinn sem tapaði á móti Íslandi tekur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 08:30 Joe Prunty reynir hér að róa Jason Kidd. Vísir/Getty Jason Kidd mun ekki þjálfa lið Milwaukee Bucks á næstunni en hann þarf að gangast undir aðgerð á mjöðm í dag. Kiddi stýrði síðasta leiknum í bili í nótt. Milwaukee Bucks vann 101-95 sigur á Phoenix Suns í síðasta leik þjálfarans í bili en aðstoðarmaður hans Joe Prunty mun þjálfa liðið þar til Kidd kemur til baka. Það er ekki ljóst hvenær það verður. Jason Kidd spilaði á sínum tíma 1391 leiki í NBA og það er stór ástæða fyrir því í hversu miklum vandræðum hann hefur verið með mjöðmina á sér. „Ég reyndi að fresta aðgerðinni eins lengi og ég gat. Eftir að hafa ráðfært mig við lækninn minn þá var ljóst að það besta í stöðunni var að fara í aðgerðina strax," sagði Jason Kidd. Milwaukee Bucks hefur unnið 11 af 29 leikjum tímabilsins en einn af þessum sigrum var á móti toppliði Golden State Warriors á dögunum. Þetta er annað tímabil Kidd með lið Milwaukee Bucks en hann þjálfaði áður Brooklyn Nets. Við Íslendingar höfum smá reynslu af Joe Prunty, manninum sem leysir Kidd af. Joe Prunty þjálfar breska landsliðið sem íslensku strákarnir skildu eftir í riðlinum þegar þeir komust inn á lokamót Evrópumótsins í körfubolta í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið vann báða leikina, með þrettán stigum í Laugardalshöllinni og með tveimur stigum út í London. Breska landsliðið hafði verið með á síðasta Evrópumóti og á síðustu Ólympíuleikum en lent í niðurskurði sem Prunty og leikmenn hans kvörtuðu mikið yfir. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Jason Kidd mun ekki þjálfa lið Milwaukee Bucks á næstunni en hann þarf að gangast undir aðgerð á mjöðm í dag. Kiddi stýrði síðasta leiknum í bili í nótt. Milwaukee Bucks vann 101-95 sigur á Phoenix Suns í síðasta leik þjálfarans í bili en aðstoðarmaður hans Joe Prunty mun þjálfa liðið þar til Kidd kemur til baka. Það er ekki ljóst hvenær það verður. Jason Kidd spilaði á sínum tíma 1391 leiki í NBA og það er stór ástæða fyrir því í hversu miklum vandræðum hann hefur verið með mjöðmina á sér. „Ég reyndi að fresta aðgerðinni eins lengi og ég gat. Eftir að hafa ráðfært mig við lækninn minn þá var ljóst að það besta í stöðunni var að fara í aðgerðina strax," sagði Jason Kidd. Milwaukee Bucks hefur unnið 11 af 29 leikjum tímabilsins en einn af þessum sigrum var á móti toppliði Golden State Warriors á dögunum. Þetta er annað tímabil Kidd með lið Milwaukee Bucks en hann þjálfaði áður Brooklyn Nets. Við Íslendingar höfum smá reynslu af Joe Prunty, manninum sem leysir Kidd af. Joe Prunty þjálfar breska landsliðið sem íslensku strákarnir skildu eftir í riðlinum þegar þeir komust inn á lokamót Evrópumótsins í körfubolta í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið vann báða leikina, með þrettán stigum í Laugardalshöllinni og með tveimur stigum út í London. Breska landsliðið hafði verið með á síðasta Evrópumóti og á síðustu Ólympíuleikum en lent í niðurskurði sem Prunty og leikmenn hans kvörtuðu mikið yfir.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn NBA Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira