Nú árið er liðið Stjórnarmaðurinn skrifar 30. desember 2015 08:00 Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri. Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Árið í ár var að mörgu leyti ágætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Eftirfarandi mál (í engri sérstakri röð) vöktu athygli stjórnarmannsins: Lausn í málefnum kröfuhafa. Almennt var gerður góður rómur að kynningu haftaáætlunar stjórnvalda og loks lítur út fyrir að hægt verði að setja endapunktinn við söguna af slitastjórnunum sem allt of lengi lifðu og lítið gerðu. Vonandi verður staðið við stóru orðin og höftin afnumin á næsta ári. En?… Fögur fyrirheit um áhuga erlendis á íslensku bönkunum reyndust enn og aftur byggð á sandi. Nú lítur út fyrir að af stóru bönkunum þremur verði tveir í ríkiseigu, og einn í eigu lífeyrissjóðanna. Kunnuglegt stef, óspennandi, og nauðsynlegt að allir verði vel á verði þegar og ef ráðist verður í einkavæðingu. Sameinaður banki MP og Straums leit dagsins ljós í formi Kviku. Væntanlega eru Kvikumenn ekki þeir einu sem hugsa sér gott til glóðarinnar í sterílu bankakerfi eftirhrunsáranna. Þar eru tækifæri. Málefni RÚV voru í brennidepli, og skýrsla um málefni félagsins sýndi að rekstur stofnunarinnar getur ekki staðið undir sér óbreyttur. Ekkert bólaði á lausnum frá ráðamönnum, t.d. varðandi framtíð útvarpsgjaldsins eða þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Í lok árs var enn og aftur settur plástur á sárið í formi aukaframlags frá ríkinu. Líklega verður sams konar klausa í næsta áramótaannál stjórnarmannsins, enda engin teikn á lofti um framtíðarlausn í málefnum RÚV. Hlutafjárútboð Símans var umdeilt og framkvæmdin ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum. Valinn hópur kringum forstjóra félagsins keypti á vildarkjörum áður en útboðið fór fram og hagnaðist um 500 milljónir króna í skjóli nætur. Meðal röksemda var þátttaka erlendra sérfræðinga sem koma áttu með sérþekkingu að félaginu. Ekkert hefur spurst til sérfræðinganna síðan. Ekkert lát er á ferðamannastraumi til landsins. Sögulega lágt olíuverð veldur því í þokkabót að aðstæður til t.d. flugreksturs hafa sennilega aldrei verið betri á Íslandi. Svipaða sögu er að segja af öðru sem tengist ferðaþjónustu, hvort sem er veitingarekstur, lundabúðir eða vegasjoppur. Fjölgun ferðamanna má þó ekki taka sem sjálfsagðan hlut, enda ljóst að innviðirnir þurfa að batna ef ekki á að steyta á skeri.
Fréttir ársins 2015 Stjórnarmaðurinn Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira