Til varnar kaupaukakerfi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 7. janúar 2015 10:30 Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Á síðasta ári lagði fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Töluverðar umræður urðu um einn þátt þessa frumvarps er laut að kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eða bónuskerfi. Til stóð að slaka örlítið á einum ströngustu takmörkunum á kaupaukum sem þekkjast í hinum vestræna heimi og færa gildandi reglur nær viðmiðum Evrópusambandsins. Annálaðir álitsgjafar risu þá upp á afturlappirnar, mótmæltu hugmyndum þessum harðlega og dylgjuðu jafnvel um að annarlegar hvatir lægju að baki tillögu ráðherra.Málefnalega umræðu skortir Eftir hrun hefur lítið farið fyrir málefnalegri umræðu um kaupaukakerfi eða íhlutun löggjafans í tilhögun þessara kerfa. Þess í stað hafa fjölmiðlar og álitsgjafar barist gegn því að starfsmenn einkafyrirtækja, sem auka verðmæti hlutaðeigandi fyrirtækja, fái sanngjarna hlutdeild í þeirri aukningu. Krossferð þeirra sem svo tala er óskiljanleg.Afskipti löggjafa slæm Það er bæði óskynsamlegt og óeðlilegt að löggjafinn hlutist til um ráðningarkjör einkafyrirtækja. Markmið kaupaukakerfa er að skapa hvata fyrir starfsmenn til að auka verðmætasköpun fyrirtækis. Hvort þetta takist veltur auðvitað að meginstefnu til á því hvernig tekst til með hönnun slíks kerfis og hún á að sjálfsögðu að vera á ábyrgð hlutaðeigandi fyrirtækja. Fyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvernig beri að haga kerfinu þannig að ákjósanlegu markmiði verði náð. Staðlað kerfi fyrir alla, hannað af löggjafanum, mun missa marks.Hver á að njóta aukins ábata? Það skýtur skökku við að hinir sömu spámenn og gagnrýna kaupaukakerfi, brynna einnig músum vegna hækkandi launa hjá fjármálafyrirtækjum. Hækkandi laun eru þó líklegast afleiðing hinna ströngu reglna um kaupaukakerfi. Svo virðist sem þessum aðilum þætti raunar farsælast að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu lág laun og engar væntingar um kaupauka. Eðlilegt er að álykta að þeir vilji þá að hluthafar fái alla verðmætasköpun hlutaðeigandi fyrirtækja, þar sem aukin verðmætasköpun má hvorki fara í hærri laun né kaupauka starfsmanna. Miðað við orðræðuna verður þeirrar skoðunar þó varla vart. Orðræða álitsgjafanna virðist því miður sú að enginn skuli fá hin auknu verðmæti sem verða til við betri rekstur – þá verða álitsgjafarnir fyrst sáttir. Því miður fékk tillaga fjármálaráðherra ekki þinglega meðferð á liðnu ári. Tilefni er því til að skora á ráðherra að taka fyrri tillögu til endurskoðunar og mæla fyrir aukinni tilslökun takmarkana á kaupaukagreiðslum, þannig að auka megi frelsi einkafyrirtækja til ábata fyrir fyrirtækin, starfsmenn þeirra og samfélagið í heild.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun