Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2015 07:00 Starfsmenn Steðja tappa nú bjórnum á flöskur áður en sala á þorrabjór hefst í verslunum ÁTVR. Mynd/Steðji „Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“ Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Við viljum skapa sanna þorrastemningu og ákváðum því að nota taðreykt eistu úr langreyðum til að bragðbæta bjórinn,“ segir Dagbjartur Arilíusson, einn eigenda Brugghúss Steðja í Borgarfirði, um þorrabjórinn Hval 2 sem fyrirtækið hefur nú framleitt. „Eistun eru verkuð eftir gamalli íslenskri hefð, léttsöltuð og síðan taðreykt. Við lögðum mikið í þetta og vinnsluferillinn var langur,“ segir Dagbjartur og bætir við að hver bruggun hafi innihaldið eitt eista.Click here for an English version of this news storyDagbjartur Arilíusson og Svanhildur Valdimarsdóttir, eigendur Brugghúss SteðjaBjórinn verður að sögn Dagbjarts kynntur sem sérstakur arftaki þorrabjórsins sem Steðji seldi í janúar í fyrra og innihélt hvalmjöl. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu bjórsins en mjölið innihélt meðal annars innyfli og þarma hvala. Nokkrum dögum síðar ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að leyfa sölu vörunnar. Viku síðar var hún uppseld eftir að fimm þúsund lítrar höfðu farið í gegnum verslanir ÁTVR. „Bjórinn seldist upp nánast strax og því ákváðum við að fara út í framleiðslu á svipaðri vöru fyrir þorrann,“ segir Dagbjartur. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var í október síðastliðnum staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Sala á bjór úr hvalmjöli er því bönnuð. „Við fengum hins vegar fjölda áskorana um að bjóða aftur hvalabjór. Þetta varð ofan á en við höfum fengið öll tilskilin leyfi fyrir framleiðslu og sölu bjórsins,“ segir Dagbjartur. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, staðfestir að fyrirtækinu sé heimilt að selja bjór sem inniheldur hvalseistu. „Hvalseistu, rengi og spik eru tekin út af viðkomandi eftirlitsaðila á vegum Matvælastofnunar. Það sem fer í hvalamjöl er hins vegar aukaafurð sem er ekki ætluð til manneldis og hefur ekki verið vottuð sem slík.“
Tengdar fréttir Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04 Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27 Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43 Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar. 12. september 2014 09:04
Sala á Hvalabjór heimiluð Sala og dreifing á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði hefur verið heimiluð af Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis- og auðlindamála. 24. janúar 2014 18:27
Ekkert sem réttlætir ákvörðun ráðherra Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telja að ekkert nýtt hafi komið fram í kæru framleiðanda hvalabjórs sem réttlætir þá ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að afturkalla sölubann á bjórnum. 10. febrúar 2014 15:43
Staðfesta bann við hvalabjór Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta eigi úrskurð heilbrigðiseftirlits Vesturlands, um bann við sölu hvalabjórs. 8. október 2014 14:51