Nám og bolti í borginni eilífu 13. janúar 2015 10:15 ,,Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá,“ segir Kristinn Pálsson körfuboltamaðurinn efnilegi. MYND/ERNIR Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Einn efnilegasti körfuknattleiksmaður landsins, Kristinn Pálsson, leikur með unglingaliði ítalska félagsins Stella Azzurra Roma í Róm auk þess sem hann stundar nám í alþjóðlegum skóla í sömu borg. Kristinn hefur verið lykilmaður í nokkrum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár og þykir afar efnilegur og fjölhæfur leikmaður; sterkur varnarmaður, góður skotmaður auk þess að vera mjög góður liðsmaður. Lífið í Róm er ævintýralegt fyrir þennan 17 ára pilt; veðurfarið er milt, borgin einstaklega falleg þar sem sagan lifnar við á hverju götuhorni auk þess sem ítalski maturinn skemmir ekki fyrir hjá lystarmiklum ungum íþróttamanni. Hann segir daglegt líf í Róm vera nokkuð þægilegt. „Ég bý í stórri íbúð fyrir utan íþróttahúsið með hinum strákunum. Við höfum nánast allt til alls auk þess sem stutt er í bæði skólann og íþróttahúsið. Dæmigerður dagur hefst í skólanum kl. 8.30 en ég er kominn heim um kl. 15.30. Þá fer ég beint að lyfta og við tekur æfing um sexleytið sem stendur yfir í þrjá tíma. Þegar heim er komið fer ég yfirleitt fljótlega að sofa enda tekur yfirleitt sama stífa dagskráin við daginn eftir.“ Lið Kristins leikur í öflugustu unglingadeild Evrópu en lið hans komst nýlega í úrslitakeppni átta bestu unglingaliða Evrópu. „Sjálfur hef ég staðið mig nokkuð vel, bæði í leikjum og á æfingum og er fyrirliði bæði hjá 18 og 19 ára liðinu. Þar sem klúbburinn er áhugamannafélag leikur hann ekki í efstu deildinni á Ítalíu en hefur hins vegar gott orð á sér fyrir öflugt unglingastarf.“ Ítalía er ein sterkasta körfuboltaþjóð Evrópu og á í dag fjóra leikmenn í NBA-deildinni. Einn þeirra, Andrea Bargnani, spilaði með klúbbnum í upphafi ferilsins. Kristinn segist kunna vel við sig í Róm enda sé hún afskaplega falleg og margt hægt að skoða. „Það fylgir svo mikil saga þessari fallegu borg og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið við hana og raunar alla Ítalíu; hér lifa landsmenn sig enn þá inn í söguna og þann tíma þegar Rómverjar réðu hér ríkjum fyrir mörgum öldum.“ Ítalía er paradís fyrir mataráhugamenn og Kristinn er þar engin undantekning. „Mér líkar mjög vel við matinn hér á Ítalíu. Dæmigerð máltíð samanstendur af forrétti sem er alltaf pasta, hrísgrjón eða súpa. Aðalrétturinn er yfirleitt kjöt með salati eða kartöflum. Auðvitað pöntum við stundum pitsu en hún er svakalega góð hérna. Þegar við fáum svo frí, sem gerist ekki oft, kíkjum við stundum á McDonalds enda verður maður stundum að leyfa sér smá.“ Hann segir það stórt stökk að fara frá Njarðvík til Rómar. „Það er alltaf best að vera heima í Njarðvík þar sem búa nokkur þúsund manns en hér í Róm búa nokkrar milljónir. Því hefur tekið smá tíma að venjast þessu en það kemur bara með tímanum. En þrátt fyrir að vel hafi gengið sakna ég auðvitað fjölskyldunnar auk vina minna. Það er stundum erfitt að vera svona langt í burtu og missa af öllu því sem þau eru að gera heima á Íslandi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira