Apple skilur keppinautana eftir í rykinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. janúar 2015 12:00 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple. VÍSIR/AFP Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Apple undirstrikar yfirburðarstöðu fyrirtækisins. Nýjar vörulínur og innreið á nýja markaði gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Apple þarf þó að takast á við eitt stórt vandamál, fyrirtækið á einfaldlega of mikið af peningum. Vatnaskil urðu í tækniheiminum árið 2011 þegar virði Apple varð meira en heildarvirði Microsoft og Intel samanlagt. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Keppinautarnir voru of seinir að bregðast við og Apple ýmist færði fólki það sem það þurfti eða bjó til eftirspurnina. Síðasta ársfjórðungsuppgjör Apple staðfestir yfirburði fyrirtækisins. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi, fyrir tímabilið 27. september til 27. desember (jólaverslunin), var 18 milljarðar Bandaríkjadala eða sem nemur 2.393 milljörðum íslenskra króna. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og félagar í Cupertino í Kaliforníu brosa vafalaust hringinn. Ársfjórðungsuppgjörið er það stærsta í sögunni og slær met rússneska gasrisans Gazprom frá því í ágúst árið 2011. Uppgjör Gazprom hljóðaði upp á 2.127 milljarða króna.VÍSIRiPhone stærri en Microsoft Fyrst og fremst er það metsala á nýjustu gerðinni af iPhone sem skýrir þennan einstaka árangur Apple. Fyrirtækið seldi tæpar 75 milljónir iPhone 6 og iPhone 6+ síma á þremur síðustu mánuðum síðasta árs. Innreið Apple á Kínamarkað skiptir hér sköpum, sú tilraun hefur augljóslega heppnast með ágætum. Velgengni iPhone er slík að í dag eru tekjur af sölu iPhone meiri en heildartekjur Microsoft og Google samanlagt. Það er ótrúlegt hversu arðbær vara iPhone er í raun og veru. Talið er að Apple hagnist um 30 til 31 þúsund krónur af hverjum iPhone 6 símtæki. Apple selur iPhone 6 á rúmar 86.000 krónur (án samnings við símafyrirtæki). Eins og Tim Cook ítrekaði á uppgjörsfundinum, glottandi, þá seldi Apple 34 þúsund iPhone síma á klukkustund allan síðasta ársfjórðung.Nálgast 93 þúsund milljarða Flestir bjuggust við jákvæðum tölum í uppgjöri Apple en niðurstaðan kom sérfræðingum í opna skjöldu. Verð hlutabréfa í Apple hækkaði um 8% samdægurs og stendur nú í 118 dölum á hlut eða 15.690 krónum og á einni nóttu jókst markaðsvirði Apple um 6.649 milljarða króna. Og fyrst að við erum að gera lítið úr samkeppnisaðilum Apple og öðrum tæknifyrirtækjum þá er ágætt að benda á að þessi hækkun á markaðsvirði Apple út af fyrir sig er helmingi meiri en áætlað markaðsvirði Twitter. Ef fram heldur sem horfir mun virði Apple rjúfa 700 milljarða dala múrinn – þetta eru 93.085 milljarðar króna – en virði fyrirtækisins stendur nú í 689 milljörðum dala. Markmið Apple um að koma iPhone í hendur hvers einasta mannsbarns virðist því ganga vel en sama er ekki hægt að segja um iPad. Í ársfjórðungsuppgjörinu kemur fram að sala á iPad fer enn minnkandi en fyrirtækið seldi 21,4 milljónir eintaka á tímabilinu. Þetta er 18% samdráttur frá sama tímabili á síðasta ári. Hvað veldur er erfitt að segja til um en stærri og öflugri iPhone á vafalaust stóran þátt í þessari þróun. Apple virðist í raun leggja höfuðáherslu á iPhone ef marka má nýjustu línu iPad sem er lítið betri en sú sem kom á undan.Allt verður að gulli Stærsta vandamál Apple um þessar mundir er síðan eitthvað sem Mídas konungur hefði skilið. Apple á einfaldlega of mikið af lausafé eða tæplega 19 þúsund milljarða króna. Þessir peningar sitja á bók og gagnast hluthöfum lítið. Stóra spurningin er hvað Apple gerir við þessa fjármuni. Apple gæti til dæmis keypt Ísland, ellefu sinnum. Það verður athyglisvert að fylgjast með því sem tekur við hjá Apple á árinu. Ótrúlega velgengni Apple á síðasta ársfjórðungi má í senn rekja til innreiðar á alþjóðamarkaði og gríðarlegrar eftirspurnar. Það verður erfitt að fylgja þessu eftir en hver veit nema Apple Watch, fyrsta snjallúr fyrirtækisins, slái öll met þegar það fer í sölu í apríl. Það væru í raun stórtíðindi ef svo yrði ekki. Tækni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Apple undirstrikar yfirburðarstöðu fyrirtækisins. Nýjar vörulínur og innreið á nýja markaði gefa tilefni til mikillar bjartsýni. Apple þarf þó að takast á við eitt stórt vandamál, fyrirtækið á einfaldlega of mikið af peningum. Vatnaskil urðu í tækniheiminum árið 2011 þegar virði Apple varð meira en heildarvirði Microsoft og Intel samanlagt. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Keppinautarnir voru of seinir að bregðast við og Apple ýmist færði fólki það sem það þurfti eða bjó til eftirspurnina. Síðasta ársfjórðungsuppgjör Apple staðfestir yfirburði fyrirtækisins. Hagnaður Apple á síðasta ársfjórðungi, fyrir tímabilið 27. september til 27. desember (jólaverslunin), var 18 milljarðar Bandaríkjadala eða sem nemur 2.393 milljörðum íslenskra króna. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og félagar í Cupertino í Kaliforníu brosa vafalaust hringinn. Ársfjórðungsuppgjörið er það stærsta í sögunni og slær met rússneska gasrisans Gazprom frá því í ágúst árið 2011. Uppgjör Gazprom hljóðaði upp á 2.127 milljarða króna.VÍSIRiPhone stærri en Microsoft Fyrst og fremst er það metsala á nýjustu gerðinni af iPhone sem skýrir þennan einstaka árangur Apple. Fyrirtækið seldi tæpar 75 milljónir iPhone 6 og iPhone 6+ síma á þremur síðustu mánuðum síðasta árs. Innreið Apple á Kínamarkað skiptir hér sköpum, sú tilraun hefur augljóslega heppnast með ágætum. Velgengni iPhone er slík að í dag eru tekjur af sölu iPhone meiri en heildartekjur Microsoft og Google samanlagt. Það er ótrúlegt hversu arðbær vara iPhone er í raun og veru. Talið er að Apple hagnist um 30 til 31 þúsund krónur af hverjum iPhone 6 símtæki. Apple selur iPhone 6 á rúmar 86.000 krónur (án samnings við símafyrirtæki). Eins og Tim Cook ítrekaði á uppgjörsfundinum, glottandi, þá seldi Apple 34 þúsund iPhone síma á klukkustund allan síðasta ársfjórðung.Nálgast 93 þúsund milljarða Flestir bjuggust við jákvæðum tölum í uppgjöri Apple en niðurstaðan kom sérfræðingum í opna skjöldu. Verð hlutabréfa í Apple hækkaði um 8% samdægurs og stendur nú í 118 dölum á hlut eða 15.690 krónum og á einni nóttu jókst markaðsvirði Apple um 6.649 milljarða króna. Og fyrst að við erum að gera lítið úr samkeppnisaðilum Apple og öðrum tæknifyrirtækjum þá er ágætt að benda á að þessi hækkun á markaðsvirði Apple út af fyrir sig er helmingi meiri en áætlað markaðsvirði Twitter. Ef fram heldur sem horfir mun virði Apple rjúfa 700 milljarða dala múrinn – þetta eru 93.085 milljarðar króna – en virði fyrirtækisins stendur nú í 689 milljörðum dala. Markmið Apple um að koma iPhone í hendur hvers einasta mannsbarns virðist því ganga vel en sama er ekki hægt að segja um iPad. Í ársfjórðungsuppgjörinu kemur fram að sala á iPad fer enn minnkandi en fyrirtækið seldi 21,4 milljónir eintaka á tímabilinu. Þetta er 18% samdráttur frá sama tímabili á síðasta ári. Hvað veldur er erfitt að segja til um en stærri og öflugri iPhone á vafalaust stóran þátt í þessari þróun. Apple virðist í raun leggja höfuðáherslu á iPhone ef marka má nýjustu línu iPad sem er lítið betri en sú sem kom á undan.Allt verður að gulli Stærsta vandamál Apple um þessar mundir er síðan eitthvað sem Mídas konungur hefði skilið. Apple á einfaldlega of mikið af lausafé eða tæplega 19 þúsund milljarða króna. Þessir peningar sitja á bók og gagnast hluthöfum lítið. Stóra spurningin er hvað Apple gerir við þessa fjármuni. Apple gæti til dæmis keypt Ísland, ellefu sinnum. Það verður athyglisvert að fylgjast með því sem tekur við hjá Apple á árinu. Ótrúlega velgengni Apple á síðasta ársfjórðungi má í senn rekja til innreiðar á alþjóðamarkaði og gríðarlegrar eftirspurnar. Það verður erfitt að fylgja þessu eftir en hver veit nema Apple Watch, fyrsta snjallúr fyrirtækisins, slái öll met þegar það fer í sölu í apríl. Það væru í raun stórtíðindi ef svo yrði ekki.
Tækni Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira