Þarf einnig annars konar læsi á 21. öld? Hrefna Sigurjónsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þær breytingar sem orðið hafa á notkun okkar á fjölmiðlum og fjarskiptum hafa einnig leitt til til breytinga á þátttöku fólks í samfélagslegri umræðu og þátttöku. Nú þurfa neytendur að búa yfir margháttaðri og ólíkri færni til að geta skilið, metið, notað og tjáð sig í gegnum ólíka miðla og upplýsingaveitur sem eru allt í kringum okkur. Sá hópur sem notar hvað mest nýja miðla eru börn og ungt fólk. Hefðbundið læsi, þ.e. að lesa sér til gagns, er nauðsynleg undirstaða menntunar og þess að geta tileinkað sér nýja þekkingu. En á 21. öldinni er miðlalæsi ekki síður mikilvæg kunnátta. Í miðlalæsi felst færni til að nálgast efni og upplýsingar í margs konar miðlum, meta það og greina á gagnrýninn hátt. Miðlalæsi merkir einnig getu til að búa til og miðla efni á fjölbreyttan og ábyrgan hátt. Miðlalæsi er færni sem nauðsynlegt er að viðhalda og efla alla ævi.Miðlalæsi á oddinn Nágrannaþjóðir okkur setja miðlalæsi á oddinn við mótun mennta- og menningarstefnu því miðlalæsi og færnin til að nota ólíka miðla hjálpar fólki að taka virkan þátt í samfélaginu. Kjarni miðlalæsis er lýðræði því miðlalæsi tengist beint þátttöku, borgaralegum réttindum og eflir einstaklinga í að taka upplýstar ákvarðanir. Miðlalæsi gefur börnum og unglingum jafnframt tækin til að geta tekið þátt í samfélagsumræðu um m.a. stjórnmál, samfélag og menningu hvort heldur sem um er að ræða siðferðislegar eða tilvistarlegar spurningar. Stjórnvöld í nágrannaríkjum okkar telja miðlalæsi mikilvægt því það snýst um framtíðarþróun samfélags og lýðræðis, hlutverk fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu og orðræðuhefð. Þannig getur það haft afar neikvæðar afleiðingar í þróun lýðræðisríkja að marka enga stefnu í miðlalæsi. Það er talið nauðsynlegt að viðhalda samfélagi og tryggja lýðræði með virkri stefnumótun og framkvæmd.Kunnátta og færni Finnar, sem hafa um árabil verið afar framarlega í notkun nýrrar tækni hafa af fenginni reynslu komist að þeirri niðurstöðu að það er ekki nóg að veita aðgang að ólíkum miðlum, tækni og þjónustu. Einnig þarf að tryggja að notendur kunni að nota tæknina og hafi jafnframt færni til að spyrja gagnrýnna spurninga og leita sér réttra upplýsinga. Því hefur miðlalæsi verið sett á oddinn í Finnlandi í stefnu stjórnvalda þar sem markmiðið er að Finnar fái samkeppnislegt forskot á aðrar þjóðir með því að efla markvisst miðlalæsi. Aðrar Norðurlandaþjóðir eru nú einnig að vinna að slíkri stefnumótun. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Miðlalæsi fyrir öll skólastig Hér á landi hafa stjórnvöld ekki sett fram heildstæða stefnu og framkvæmdaáætlun um miðlalæsi fyrir öll skólastig. Þó er fjallað er um stafrænt læsi, miðlamennt og miðlalæsi í aðalnámskrá grunnskóla. Þar vísar hugtakið miðlamennt til skólastarfs þar sem nemendur nota ýmsa miðla við nám sitt og læra í leiðinni sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Markmiðið er að þeir læri að leggja mat á miðlað efni en fái einnig þjálfun í að nota ýmsa miðla við efnisgerð og þekkingarsköpun. Hugtakið miðlalæsi er haft um þá færni og kunnáttu sem nemendur öðlast við það nám sem í þessu felst. Ýmsir aðilar eru þannig að vinna að því að efla miðlalæsi hér á landi með mismunandi hætti og á ólíkum vettvangi. Þarft og gott starf er því unnið víða í skólum, í fræðasamfélaginu, á bókasöfnum, hjá félagasamtökum og fleirum til að auka miðlalæsi. Samstarf um eflingu miðlalæsis Fjölmiðlanefnd hefur m.a. það hlutverk í lögum að efla miðlalæsi. Þá hafa Heimili og skóli um árabil unnið að vakningarátaki um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi í gegnum SAFT-verkefnið. Fjölmiðlanefnd og Heimili og skóli eru nú í samstarfi um að gefa út nýjan bækling um börn og miðlanotkun og er útgáfan styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Verður bæklingnum dreift til allra grunnskóla á landinu á næstunni. Honum verður síðan fylgt eftir með kennsluefni um miðlalæsi fyrir öll stig grunnskóla ásamt öðru efni á næstu vikum og mánuðum. Er það ósk þeirra sem standa að þessu verkefni að vitund um mikilvægi miðlalæsis aukist hér á landi þannig að við náum að standa jafnfætis Norðurlöndunum hvað þessa þekkingu varðar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun